Slysó árla morguns

Gafst upp á svefnleysi og verkjum í maga kl 06.00 í morgun og hafði ég þá aðeins náð ca hálftíma. Fór og heimsótti Pálma lækni (ótrúleg heppni hann er alltaf þegar ég þarf) upp á slysó. Skilaði þar þvagprufu og ýmislegt annað sem var tekið. Eftir vangaveltur og spjall komumst við að því að líklega drykki ég of mikið kaffi á dag, væri með streitu á háu stigi (ekki náð að slaka neitt á síðan 3 júní í sumar) og þetta væri fullt af uppsöfnuðu, þannig niðurstaða miklar magabólgur líkast til og fékk ég lyf við því. Dreif mig svo í vinnuna alveg að farast í maganum og vá hvað ég var fegin þegar ég kláraði pliktina og fór heim. Ætla svo að leggja mig með Kötlu á eftir.

Eyþór var eitthvað slakur lika, sjóntruflanir og þungur hjartsláttur, vesen, búið að vera gríðarlegt vinnuálag á honum undanfarið og sér alls ekki fyrir endann á því. Verð að nudda kallinn þegar hann kemur heim í kvöld eftir tónleikana, svona ef ég verð ekki sofnuð. Agalegt ástand á okkur. Þurfum að komast í burtu frá heimsins stressi, best að fara að planera eitthvað.

Enn engar einkunnir og ekki lagar það líðanina í maganum, bara svo spennt...

Best að fara að leggja sig með trítli litla sem auðfinnanlega hefur dundað sér við að sinna kalli náttúrunnar á meðan mamman blaðraði hér.

Sjúlli kveður bólginn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Sigfúsdóttir

Æi Erna mín  ég er líka búin að heimsækja þau á slysó við erum ferlegar.  Það hefði verið best fyrir okkur að heimsækja jólasveinana í Dimmuborgum og líta við í Vogafjósinu. Víð gerum það fyrir næstu jól og tökum stressuðu karlana okkar með Kveðja R  ps. við erum ekki stressaðar bara svolítið strekktar

Ragnheiður Sigfúsdóttir, 11.12.2008 kl. 15:42

2 Smámynd: Anna Ruth Antonsdóttir

Það er eins og einn læknir sagði við mig einmitt þegar mamma mín var mikið veik, ( ég skildi ekkert í þessu gat ekki sofið og var bara öll í klessu)  já það er nefnilega þannig að við eru ekki búin til úr grjóti....Erna mín það er búið að vera brjálað að gera hjá þér undanfarið og mjög mikið álag á þér, þannig að núna er það bara jólaslökun ( þegar einkunnir eru komnar, en ég veit að við eru búnar að brillera ) með horfi á imbann ( út í eitt ) og knúsa hvort annað....knús  

kveðja Anna Ruth

Anna Ruth Antonsdóttir, 11.12.2008 kl. 18:25

3 identicon

Já það er búið að vera mikið álag á þér við ættum kanski að gera þetta einsog í úglöndum hafa svona barna skipti ég tek þína eina dag og þú mína einn dag : ) þá gæti maður bara sofið út og slakað á :) kanski ekki góð hugmynd en hugmynd samt ...;)

Vona að þið náið að slaka á um jólin og njóta þess að vera til, það er svo erfitt að missa einhvern svona nákomin og það er mikil vinna að ná að sætta sig við það og lifa með því ...

ef það er eitthvað sem ég get gert þá er bara að nefna það Erna mín...

svava (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband