11.12.2008 | 01:55
Góðverk dagsins:) já eða næturinnar
Ætla að sletta inn hérna smá bulli allt fyrir Ragnheiði gullmola samnemanda minn::)
Klukkan að labba sér í 2.00 og ég er gersamlega að drepast í maganum, hrikalegir verkir og ég sit hér með hitapoka á bambanum í von um að það skáni en lítið gagn, ógleðin að kála mér en get ekki ælt, kannski bara afleiðingar mikils stress undanfarna daga svo er núna svona spennufall og lýsir sér kannski svona hver veit. Samt er ég núna stressuð yfir einkunnum sem vonandi fara að detta í hús, rýk framúr á morgnana á brókinni og hendist í tölvuna eins og argasti tölvupervert, agaleg æst, opna WebCt og langar hreinlega til að grenja þegar ég sé að það er ekkert komið, kannski ekki skrýtið að maður sé með í maganum...
Búin að vera agaleg virk síðan ég kláraði prófið í gær sem by the way mér gekk alveg ljómandi vel í að mér fannst allavega. Bakaði eina sort af smákökum í gærkvöldi, tók gardínur úr stofunni og þvoði, skrifaði á nokkur jólakort. Síðan í dag eftir vinnu tók ég til við að stytta gardínurnar og það gekk þolanlega, allavega eru þær komnar upp burtséð frá vandvirkni:)
Nokkuð hvasst hérna á neðri brekkunni núna, ekki vanalegt að maður heyri hvína í en það gerir það svo sannarlega núna, gott að vera inni bara enda hvað ætti ég að vera gera úti um þetta leyti tja maður spyr sig.
Ætla með pabba á morgun að kaupa nokkrar jólagjafir og í pósthúsið. Ætla að reyna að vera búin að gera það klárt sem ég ætla að senda þá líka, efast um ég nái því, alltaf eitthvað á síðasta snúningi. Erum að fara um helgina á Húsavík ef veður leyfir og borða eitthvað gott með systkinunum mínum þar og familium, Eyþór ætlar að reyna að hliðra til svo hann komist líka, góður matur einhversstaðar og minn maður sleppir ekki svoleiðis. Er að hugsa um að fara á tónleika annaðkvöld með Palla og stúlknakórnum ætla samt að sjá til hvað ég geri, ætlaði nú að bóna gólfið á slotinu, agaleg þörf komin á því að skipta um gólfefni hjá mér, ætla samt að bíða aðeins með það og athuga hvort ástandið í þjóðfélaginu batni ekki svo maður geti bara skipt um húsnæði, þolinmæði og ég eigum bara ekki samleið
Brynjan mín fer líklega 21 des til pabba síns og co og kemur aftur á annan í jólum, búin að vera á fullu í próflestri og ætlar sér góðar einkunnir inn í MA hef enga trú á öðru en hún geti það, klárar skólann 18 des held ég. Búin að vera í fullu að láta dekra við sig, klipping í gær, litun og plokkun og ljós í dag..mamman brá sér nú reyndar í ljós líka og steinsofnaði ekki alslæmt...
Verð að fara að reyna að sofa þrátt fyrir magaverkina, eru ekkert eðlilega slæmir skrýtið eins og agalegur sviði í maganum..hef fengið magasár einu sinni og það var vont man samt ekki hvort það var svona vont...jahérna
Sjúlli kveður þjáður
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þakka þér kærlega fyrir Erna mín slæmt hvað þú ert slæm í maganum. Hefurðu prufað Gaviscon það lægir stundum öldur á þessum slóðum. Rúnturinn hjá mér er þessi Lít inná FÁ ekkert lít til Ernu ekkert lít á FÁ ekkert svo spæld. En svo verður maður svo glaður þegar eitthvað heyrist frá þér Láttu þér nú batna ástarþakkir fyrir mig kveðja R
Ragnheiður Sigfúsdóttir, 11.12.2008 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.