6.12.2008 | 00:03
Ein martröð yfirstaðin, önnur framundan
Get svo svarið það, ég vissi ekki hvert ég ætlaði þegar ég kom heim úr stjórnunarprófinu í dag, henti mér upp í rúm hjá Kötlu og Eyþóri og langaði mest til að grenja, mér gekk svo illa. Fórum svo að þrífa hjúin eftir skapvonskukast sem reyndar enginn nennti að veita eftirtekt og þá svona fór ég að hugsa "jú kannski hef ég náð 5" krossa putta og vona búin að vera með 10 fyrir öll verkefni í þessu nema einu fékk 9,5 fyrir það, sendi hlýja strauma til Petru kennara
Er svo útflött hér á stofugólfinu núna að berjast við að rifja upp eitt og annað í hjúkruninni sem mér by the way finnst miklu skemmtilegri því þar liggur jú mitt áhugasvið. En erfitt engu að síður og mikið að læra en þetta hefst með guðs hjálp og góðum vættum ehakki.
Kjellurnar í vinnunni voru svo sætar að létta aðeins á mér þannig að ég gat farið heim að láta mig kvíða fyrir kl 11 í staðinn fyrir kl 13 og það var voðagott og ég var farin að skjálfa þegar ég loks drattaðist upp í skóla haha. En nóg um þetta í bili..
Halli Hauks hafði samband og nú loksins er kominn tími á æðahnútaaðgerð, má velja um 8 jan eða 29 jan hugsa að ég taki 29 jan þar sem það er möguleiki á því að ég sé með sjúllanema með mér til 23 jan á eftir að kanna það. Hlakka til að losna við verkina úr fætinum og bara þetta er svo ljótt. Hef átt svolítið erfitt með að hlaupa undanfarið þar sem þetta háir mér smá. En allt að styttast bara.
Aðhald gengur þokkalega er komin niður fyrir 70 kg svona ykkur að segja er ég orðin 68 kg sem þýðir að síðan í ágúst eru 6 kg farin og einungis 4 kg eftir í að ég verði jafnþung og áður en ég varð ólétt en hver er svo sem að telja En það er samt gaman að sjá þetta breytast, hef reyndar ekki hreyft mig mikið undanfarið kannski hlaupið x 1 í viku en passað matarræðið og ekki borðað mikið nammi nema bara núna í prófunum haha meira að segja hætt að hafa einhvern sérstakan nammidag, fæ mér alveg ef mig langar í en bara lítið og það er greinilega að virka, ætla að byrja í vaxtarræktinni þegar ég er búin í prófunum:)
Katlan mín er bara perla, nýtt hjá henni að hún kemur tekur um kinnarnar á manni og kreistir og segir "dú ett kútt" sem by the way þýðir " þú ert krútt" haha ég segi þetta alltaf við hana og núna bara étur hún allt upp eftir manni eins gott að missa ekki út úr sér eitthvað óæskilegt. Prumpulagið er enn afar vinsælt hjá henni og hún prumpar og puðrar með því alla daga snillingur:)
Jæja best að læra smá og fara svo að sofa kannski og reyna að ná meiru en 5 tímum svona eins og einu sinni, held í smá von að Katla sofi lengur en til kl 7 þar sem hún sofnaði ekki fyrr en kl 21.30
Sofið vel lömbin mín
Sjúlli kveður komin með rassæri
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.