4.12.2008 | 00:16
Úttauguð, ósofin, magaverkir og hor
Þetta er s.s. eiginlega ég svona þessa dagana. Er að lesa undir próf sem by the way er á föstudaginn kl 14. Það er svo hrikalega mikið efni og ég er bara ekki að geta náð þessu öllu, en svona er þetta, fylgir því að vera í skóla. Síðustu daga hef ég byrjað að læra um kl 21 á kvöldin þegar Katla er sofnuð og lært til ca 1-2 og svo er maður þreyttur allan daginn og argur og leiðinlegur og agressivur og bara hundfúll:) Eyþór aldrei verið eins lítið heima, hélt reyndar að hann gæti aldrei toppað þegar ég sagði síðast að hann væri aldrei heima en tja þetta er magnaður gaur, enda kreppa og þá er eins gott að vinna bara eins og skepna sem aldrei fyrr, enda maðurinn þekktur fyrir að vera vinnualki.
Fékk út úr lokaritgerðinni okkar Huldu F í dag, fengum 8 djellurnar, þokkalega sáttar en hefðum viljað fá 9 fannst þetta svo flott hjá okkur. Enda setti hún ekkert alvarlega út á þetta þannig en það er fjótt að draga mann niður hver smá villa...
Fer svo í hjúkrunarprófið á þriðjudag og þá er ég búin með þetta nám íha....útskriftin verður 19 des í háskólabíói og ég ætla að sjá til hvort ég fer eða fer ekki, ákveð það bara á síðustu stundu langar en ég sé til.
Fór upp í garð til mömmu á sunnudaginn, kominn fallegur ljósakross á leiðið hennar en allt eitthvað svo kalt og napurt, finnst verra og verra að fara þangað veit ekki afhverju. Mér leið alltaf svo vel að koma þangað en núna líður mér bara illa yfir því, sakna hennar óendanlega þessa dagana. Hún hvatti mig svo duglega í þessu námi og ætlaði sko að koma með mér suður á útskriftina enda verið við allar mínar útskriftir s.s. 2:) en því miður verður hún þar ekki tja nema þá bara í anda þessi elska. Þessi tími er líka smá strembinn því maður gerði svo margt með henni á þessum árstíma þar sem hún var jólabarn jólabarnanna, enda bara alveg sama hvað ég reyni að komast í gírinn ég finn ekki litla jólabarnið í mér núna, hamast alveg við að reyna að baka til að finna fílinginn, setja upp seríur og finnst þetta allt voða gaman en það vantar eitthvað......
Best að hætta þessari ofurviðkvæmni og fara að sofa
Sjúlli kveður í tilfinningarússíbana
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Æ þetta er frekar erfiður tími þessi próftími og tala nú ekki um þegar allt lím er farið úr hausnum úff úff... en þetta tekur allt enda og þá verður gaman.
Já það er erfitt að missa mömmu sína, ég missti mömmu mína fyrir 20 árum einmitt stuttu fyrir jól það var í september og jólin á eftir voru sérlega erfið söknuðurinn er mikill, og sérstaklega erfitt á þessum tíma þar sem jólin er svo mikill fjölskyldu tími, það er erfitt þegar vantar einn í hópinn. Tíminn hjálpar okkur að lifa við missinn. Gangi þér vel Erna mín í lestrinum og hvíldu þig nú annað slagið vonandi sjáumst við í útskriftinni. kveðja Anna Ruth
Anna Ruth Antonsdóttir, 4.12.2008 kl. 11:10
Gangi þér vel í prófunum og að finna svolítið jólabarn
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 5.12.2008 kl. 09:45
Erna mín, mamma þín verður með þér hvar sem þú ert og hvað sem þú gerir, það er mín reynsla.
Sjálf var ég þannig, að lengi vel "talaði" ég við mömmu og pabba eftir að þau voru dáinn (14 ár síðan mamma dó, 16 ár síðan pabbi dó).
Gangi þér vel í prófinu sem við eigum eftir, svo verður það jólafílingurinn alveg í botn á mörgum heimilum ! kv, Kolla Pé.
Kolbrún Pétursdóttir, 5.12.2008 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.