Hann eldist eins og aðrir þessi elska

Já eiginmaðurinn er 35 ára í dag kallinn. Engin veisla eða neitt spurning að það verði haldið eitthvað upp á þetta seinna veit ekki aldrei að vita. Fórum snemma í morgun hele familien í frekar leiðinlegu veðri upp í Kjarna, ætlaði að finna mér köngla til að skreyta mér en minnsta meðlimnum var kalt og fannst ekki mikið gaman þannig að við fórum fljótlega heim bara.

Fórum svo mæðgur þrjár í að henda upp seríum í alla þá glugga sem ekki var komið í og eins fór ég aðeins í að þrífa í eldhúsinu og svona, annars bara rólegt þannig. Skutluðum okkur svo í ljós við Brynja og aðeins í húsasmiðjuna að kaupa smá efni í aðventukransinn sem er mjög einfaldur í ár en fallegur og stílhreinn hvítur og fjólublár.

Síðan brá Eyþór sér með myndavélina í Kjarna að mynda þennan mikla og fallega snjó og tók mikið af fallegum myndum. Fórum líka með Kötlu í kerrunni í bæinn að sjá jólasveinana og þegar kveikt var á jólatrénu, Kötlu fannst þetta allt mjög merkilegt. Síðan komu pabbi, Hildur, dætur, Elín og Viðar í smá franska súkkulaðitertu og kaffi. Nennti ekki einu sinni að elda handa kallinum en ætla að elda handa honum hangikjet á morgun taka smá forskot á sæluna, ef hann fer ekki á rjúpu það er að segja, ætlaði í dag en veðurspáin var bara alls ekki nógu góð en spurning um morgundaginn. 

Var búin að gefa Eyþóri snjóþrúgur í afmælisgjöf en þær brotnuðu við fyrstu ferð þannig að ég gat nú ekki annað en gefið honum smá pakka, keypti handa honum ilmvatn, andlitskrem og Mamamia sem við horfðum á í gærkvöldi og hún er æði. Fór aldrei að sjá hana í bíó þannig að þetta var bara snilld, sofnaði reyndar hjá Kötlu sem rumskaði þegar korter var eftir af henni og ég svaf með tyggjó í munninum og öllum fötunum í sömu stellingu og ég sofnaði í til kl 7 í morgun díses þokkalega þreyttur maður.

Hittumst á fimmtudaginn vinnan og það var virkilega gaman og mikið hlegið, bakaði eina kökutegund á staðnum til að fá ilminn og svo var konfekt, jólaöl og kaffi, lesnar vísur, prjónað, sagðir brandarar og bara hrikalega gaman, verkefnið ekki kynnt þar sem hinn hópurinn var ekki búinn en það á að gera það á deildarfundinum á fimmtudaginn er spennt, okkar er svo flott allavega finnst okkur það:)

Jæja ætla að fara að baða litla gorminn og góna aðeins á tv já eða taka einn skáp í gegn er sko í ham

Sjúlli kveður virkurW00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Pétursdóttir

Halló ofvirka  kona, viltu ekki senda eirrhvað af þessari orku austur til mín, myndi svo gjarnan þiggja þó ekki væri nema smá  afleggjari ! kv, kolla Pé.

Kolbrún Pétursdóttir, 29.11.2008 kl. 20:30

2 Smámynd: Anna Ruth Antonsdóttir

Til hamingju með manninn þinn í gær ( betra seint en aldrei ) Ég sé að þú ert í skreytingar ham skil þig svo vel það er nefnilega þannig að þegar maður á að vera að læra þá er maður í stuði í allt annað, er það ekki rétt, ótrúlegt hvað manni langar að taka til akkúrat þessa dagana, en það er gott að hvíla sig á  próflestrinum svona inn á milli... gangi þér vel Erna mín með allt sem þú ert að gera þessa dagana, kv Anna Ruth

Anna Ruth Antonsdóttir, 30.11.2008 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband