26.11.2008 | 23:53
Ef ég væri lítil fluga
ég inn um gluggann þreytti flugið mitt. Jáhá skáldlegur skal maður vera. Er í tiltölulega góðu skapi núna, var að klára og skila lokaverkefninu mínu í stjórnun en ég skrifaði um mannauðsstjórnun. Síðan átti ég eftir annað verkefni í stjórnun en það var lítið og létt og það er farið líka og ég er svo dugleg:)
Var nú aldeilis ekki svona glaðlega í morgun, fékk skitu kl 7.40 þokkaleg tímasetning var á leið út um dyrnar OHHHHH. En út um dyrnar fór ég og keyrði hratt upp í vinnu og þaut á milli skjólstæðinga minna og skaust á klósett hér og þar. Þurfti svo að fara upp á FSA til að læra á einhverjar græjur sem einn skjólstæðingurinn minn var að fá og mikið ofsalega varð ég glöð þegar ég sá klósett. Ekki eðlilegt. Hélt svo að þetta væri bara búið og fór og skokkaði í Vaxtarræktinni með Kamillu, var varla komin út þegar allt skall á með krafti aftur, nottlega bara hrist þetta allt niður. Þannig að dagurinn í dag búinn að vera pínu strembinn, þegar ég hætti loks að drulla, varð mér óglatt en ældi ekki, fékk svo beinverki og þvílíkan hausverk en er öll að koma til eftir að hafa gúllað í mig Paratabs. Já það er nauðsynlegt að fólk viti smáatriðin:)
Annaðkvöld ætla báðar stöðvarnar í heimahjúkrun að hittast á okkar stöð, hlusta á jólatónlist, kertaljós, baka smákökur til að fá smá ilm og fá okkur kaffi saman og spjalla verður bara gaman. Eigum að kynna líka verkefni sem við höfum verið að vinna að svona samvinnu/jákvæðni verkefni og mér fannst það svo gaman:)
Ég held ég hafi ekkert meira að segja er að hugsa um að drullast inn í rúm og sofa aðeins, var búin að heita því að fara að sofa um kl 9 en eitthvað klikkaði það enda væri ég ekki búin með verkefnin mín þá.
Sjúlli kveður alveg ofsakátur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Erna mín
Sumt þurfum við ekki að tjá okkur um í smáatriðum eða er þetta kannski að flokkast sem mannauðsstjórnun.Hlaupandi milli klósetta með brækurnar á hælunum.Annars gott að þetta er að ganga yfir,
Kveðja á alla munkana.
Már (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 08:59
Aumingja stelpan gott að þú ert búin með þetta vesen þegar þú ferð í samvinnu/jákvæðniverkefnið hafðu það sem best
Ragnheiður Sigfúsdóttir, 27.11.2008 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.