Honey I´m home

Allt skemmtilegt tekur enda að lokum. Þessi ferð var bara skemmtileg með tilheyrandi veseni og fleiru haha. Ekkert alvarlegt samt, villtumst bara með tonn af innkaupapokum bara snilld vorum búnar að þræða íbúðahverfin í Dublin fram og tilbaka í leit að lestinni Luas en hún fannst fyrir rest með hjálp góðhjartaðrar konu sem leist held ég ekkert á þessar þrjár kvensniftir sem voru að niðurlotum komnar með fullt af pokum merkt H&M, Penney´s, Next ofl.

Írar eru upp til hópa agalega kurteisir og hjálpsamir og nægjusamir og skemmtilegir en það er vondur matur þarna og ég var ekki lengi að átta mig á því. Pöntuðum okkur ekta írskan morgunverð einn daginn, samanstóð af ógeðslegri skinkusneið, hrærðum eggjum, kartöfluklessu, ristuðu brauði og black pudding sem er einhver þjóðarréttur þeirra og bragðast viðurstyggilega en það er svona svipað og slátur í útliti bara minna JAKK. Ég ákvað nú að kaupa sýnishorn af black and white pudding og færa Eyþóri og hann snæðir þetta eflaust með bestu lyst þegar hann fer í það.

Annars vorum við mest í að versla, sem er reyndar frekar dýrt en vorum svo heppnar að finna Penney´s sem er mjög stór verslun í verslunarmiðstöðinni Dundrum. Þar keypti ég helling af fötum á Kötlu, mig og Eyþór á kúk og kanil. Brynja verslaði sér líka helling og jólagjafir handa öllum vinkonum og vinum held ég. Vorum mest hræddar við yfirvigt á leið heim en það slapp til þrátt fyrir að ein þyrfti hreinlega að hoppa ofaná töskunni til að geta lokað henni nefnum engin nöfn Hildur er það nokkuð.

En eftir ömurlega flugferð í algerlega loftlausri leiguflugvél frá bresku flugfélagi lentum við um kl 19 og vorum svo komnar heim um kl 3 í nótt það var ósköp gott að detta upp í rúmið enda vakti lítill stubbur mig snemma og fékk svo að vera heima í dag:) 

Þýðir ekkert að hanga hér, á að vera að skrifa ritgerð um mannauð en ætla bara að fara að sofa enda vinna í fyrramálið og svo þetta venjulega eftir það. Skrifa meira seinna.

Sjúlli kveður gúdd næd 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Sigfúsdóttir

Velkomin heim Erna mín gott að allt gekk vel

Ragnheiður Sigfúsdóttir, 25.11.2008 kl. 10:30

2 Smámynd: Kolbrún Pétursdóttir

Velkomin heim  í íslenska stressið og okkar yndislega veðurfar. Það fylgir öllum svona ferðun viðeigandi vesen, en gaman  þegar upp er staðið.

Kolbrún Pétursdóttir, 25.11.2008 kl. 12:34

3 Smámynd: Anna Ruth Antonsdóttir

Velkomin heim alltaf gaman að koma heim þó svo að það sé komin kreppa ( við björgumst ). En gott að allt gekk vel og versluninn líka, þetta er bara skemmtilegt gangi þér vel að læra.... kv Anna Ruth

Anna Ruth Antonsdóttir, 26.11.2008 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband