Dublin here I come

Jæja á morgun leggjum við af stað til Dyflinnar, förum um kl 18 héðan á trukknum hennar Hildar og gistum svo hjá Bjarti frænda í Gyðufellinu og svo bara á fimmtudagsmorgun kviss, bamm, bumm mæting kl 09.00 jebba hlökkum allar verulega til held ég.. Það held ég nú..

Búin að vera rosa dugleg í dag, kláraði að setja upp lokaverkefnið okkar Huldu í hjúkrun og sendi það nú undir kvöldið þannig að það er frá. Prentaði út helling af heimildum fyrir lokaverkefnið mitt í stjórnun sem á að vera um þekkingarstjórnun og þekkingarverðmæti. Prentaði líka út öll verkefni sem ég hef unnið í vetur í hjúkrun þannig að það er bara allt að verða klárt til að lesa fyrir próf en á því byrjar maður um leið og letilífinu lýkur í Dublin. Síðan rauk ég í að baka eins og eina sort af smákökum, og steikti slurk af fiskibollum handa karli föður mínum til að eiga í kistunni, er alls ekki að borða nógu fjölbreytt fæði kallinn þannig að maður laumar svona að honum endrum og eins:) 

Annars er ég búin að vera með Kötlu heima bæði i gær og í dag, var með um 39°C á sunnudagskvöldið og hundlasin í gær en svo bara búin að vera spræk í dag, vildi bara hafa hana hitalausa heima einn dag því á dagheimilinu geta þau ekki fengið að vera inni eins og á leikskólum, hlakka til þegar hún fer á leikskóla.

Hvað á ég að tuða meira, jú fékk sjokk í dag þegar ég fékk greiðsluyfirlit frá greiðsluþjónustunni og sá hvað ég á að borga á næstu mánuðum, vá hvað lánin hafa hækkað, spurning um að leita sér að íbúð bara í Dyflinni og flytja til Írlands já eða Færeyja eða Danmerkur já eða Svíþjóðar. Bara lengst í burtu frá þessu bulli öllu saman svei mér þá. Dabbi Odds er drullupeli og ég segi það og stend við það og allt þetta helvítis pakk sem stjórnar þarna.

Jæja ætla að fara að leggja mig fljótlega nema ég detti í að lesa heimildirnar mínar um þekkingastjórnun, almáttugur veit ekkert hvað ég er að fara úti en kemst líklega fljótt að því, fékk frest til 28 nóv að skila áttum að skila 25 nóv getur vel verið að ég nái því og þá er það bara bónus.

Sjúlli kveður á leið til Dyflinnar  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ.

Jæja, þá er bara komið að þessu hjá ykkur. Ég óska ykkur góðrar ferðar og skemmtið ykkur vel.

Bestu kveðjur, Solla.

p.s. til hamingju með afmælið um daginn, gamla mín... ótrúlegt að við séum orðnar 36 ára:-)

Solla Tryggvad. (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 08:26

2 Smámynd: Ragnheiður Sigfúsdóttir

Elsku Erna skemmtu þér nú reglulega vel í ferðinni og vertu ekkert að hugsa um þennan skóla.  Þú stendur þig áreiðanlega með sóma goða ferð

Ragnheiður Sigfúsdóttir, 19.11.2008 kl. 14:40

3 Smámynd: Kristjana  Jónsdóttir

Þú ert rosalega dugleg, og skipulagningin fín það er frábært hjá þér að komast aðeins burt frá þessu stressi hér heima, vonandi gengur vel, góða ferð, kv. Sjana.

Kristjana Jónsdóttir, 19.11.2008 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband