Úr ýmsum áttum

Bloggaði einhvern tímann hérna á síðunni um veitingastað sem ég fór á og tjáði að mér hefði fundist þjónustan og maturinn hræðilegur. Tæp tvö ár síðan og núna fær kallinn minn skammir frá eiganda staðsins fyrir að skíta staðinn út eða eitthvað...haha mér finnst þetta fyndið, í fyrsta lagi ég skrifaði þetta og í öðru lagi það eru tvö ár síðan jahérna hvað fólk hlýtur að vera tæpt á þessum síðustu og verstu:)

Er að fara að læra en ákvað aðeins að munnræpast hér áður. Brynja er farin á gistikvöld í Hamri með Þórsurum og Eyþór er að gera eitthvað I don´t know ekki heima allavega. Gunný og Nonni komu í dag og voru á maraþonferð, stoppuðu í stutta stund og ruku svo tilbaka. Svona er þetta alltaf nóg að gera hjá fólki.

Brynja fer í næstu viku með skólanum að skoða MA en missir af kynningunni á VMA því við verðum úti, heyrist samt á henni að hún sé búin að ákveða sig í hvaða skóla hún ætli og það sé s.s. MA er alveg sátt við það MA góður skóli með mikið félagslíf þannig að það er fínt. Stendur sig enn alltaf jafn vel í skólanum. Hef oft hugsað hvað ég er heppin með það, ég hef aldrei þurft að neyða hana til að læra eða liggur við hjálpa henni neitt, hefur alltaf legið ljóst fyrir henni, alltaf verið með einkunnir 10,9 liggur við, reyndar er enskan að hræða hana núna en hún er meiri raungreinamanneskja en tungumála en samt alltaf fengið góðar einkunnir í þeim líka. Nóg af monti. 

Ég fer að vinna í fyrramálið og þarf að sækja Brynju upp í Hamar áður til að passa, Eyþór ætlar í rjúpur með Mása bró og vona að þeir fái bara helling og málið er dautt. Kíkti aðeins á pabba áðan, tók blóðþrýsting hjá kallinum, búinn að vera með svo mikinn höfuðverk og auðvitað alltof hár í tensio,  þarf að fara aftur á morgun, eins gott að hann á tvær dætur aðra hjúkku og hina sjúkraliða:) En annars bara sprækur að öðru leyti ætla að demba á hann sore no more á morgun og athuga hvort það lagi eitthvða höfuðverkinn:)

Ætla að fara á morgun eftir vinnu upp í Kjarna að týna köngla og síðan í mótmælagöngu hér á Akureyri og loks að sjá kveikt á jólatrénu á Glerártorgi. Katla er að uppgötva hvað jólin eru mögnuð, allt þetta jólaskraut og ljós voða spennandi. Hleypur fram á morgnana til að athuga hvort ekki sé örugglega jólaljós í eldhúsglugganum ennþá og tekur alveg andvarp þegar hún sér kveikt á því. Fyndið þetta litla stýri.

Best að hætta að rugla hér næ ekki prófum með þessu áframhaldi

Sjúlli kveður í lærdómshug 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband