My middlename is Bjútí

Verður maður ekki að vera ánægður með sjálfan sig tja. Skellti mér í litun og plokkun í dag, og svo núna áðan fórum við mæðgur í ljós (ég veit krabbavaldandi en hvað er ekki orðið það í dag) maður má ekkert sem er gott þá er eitthvað pottþétt óhollt við það. Sit núna og gúlla í mig skyri var svo svöng.

Á morgun er Bubbakot lokað þannig að Eyþór verður heima með skottið, ætlaði reyndar í rjúpur en það er svona. Ég fer bara í mína vinnu og er svo að vinna um helgina. Um þetta leyti eftir viku er ég komin til Dublin og er að ræða við Íra um efnahagsmálin á Íslandi múhaha með einn dökkan (pepsi max sko fyrir þá sem vita ekki að ég drekk ekki áfengi).

Pantaði ljósakross á leiðið hennar mömmu í dag, verður gaman að koma í garðinn þegar hann verður allur orðinn upplýstur af ljósakrossum. Systur og Hilla komu í heimsókn seinnipartinn og þær fóru svo til pabba síns en Hilla bauð okkur öllum mæðgum á Glerártorg og þar var verið að skreyta og svona stemmari að komast í gang. Keypti mér eina kúlu marglita ofsalega fallega og setti i eldhúsgluggann minn en ég setti jólagardínurnar upp í fyrradag, var að þrífa gluggana og ákvað að láta bara gossa:) Er aðeins að komast í jólagírinn en það gengur frekar hægt, ef eðlilegt væri þá væri ég orðin að jólasveini en líklega verð ég bara jóladvergur í árCrying

Á ég að segja eitthvað meira....nei hélt ekki þannig að ég ætla að fara að horfa á Mr. Bond, James Bond sem er að byrja á channel 2 úff farin að tala útlenskuna svona liggur við eins og mitt annað tungumál meira að segja með írskum hreim skal segja ykkur það

Sjúlli kveður sweet dreams everyoneWizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með afmælið um daginn. 

Og góða skemmtun í Dublin. Segðu bara: Ég tala ekki íslenska ég tala bara færeyska.

Og ertu vitlaus að vera búin að hengja upp jólagardínurnar!

Kveðja frá Kanada.

Elín Una Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband