Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar og farsælt komandi ár!

Við Erna vorum að koma inn úr gönguferð í frábæru veðri.  Um að gera að njóta þess á meðan hægt er.  Ætli fjandans norðanáttin komi ekki aftur á morgun.  Við tókum því rólega í morgun, vöknuðum reyndar snemma, þ.e. við hjúin, en Brynja svaf fram eftir morgni.  Við spiluðum og slöppuðum af.  Hildur og Ranghildur Sól komu svo í morgunkaffið.  Erna fer á kvöldvakt í kvöld og ég er með kóræfingu á eftir og síðan syngur Hymnodía við afhendingu menningastyrkja Akureyrarbæjar.  Við verðum reyndar fáliðuð í dag, ætli ég verði ekki að syngja með og verð samt einn í minni rödd.  Þar á eftir er æfing hjá Stúlknakórnum, engin miskunn þar.  Ég fer svo á stuttan fund eftir það.  Brynja er farin í fótbolta, viti menn!  Við erum farin að hlakka mikið til að skreppa í frí eftir rúma viku.  Við erum búin að redda okkur íbúð í Reykjavík og ætlum bara að slappa af þar.

Eigið góðan dag,

Eyþór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband