Nú er ég þéttur....

Helgin barasta að verða búin, ég var að enda við að míga næstum á mig úr hlátri yfir honum Gogga í Dagvaktinni haha þvílíkur snillingur, finn alltaf svo til með aumingja ÓlaLoL

Við mæðgur búnar að bralla ýmsilegt, farið út og rólað og göngutúra, held samt að hún sé að verða komin með leið á mér greyið enda ekki marga séð um helgina nema mig og afa sinn, jú og frænkur sínar. En þær voru veikar í dag þannig að við hittum þær ekkert nema Hillu pillu sem skutlaði okkur með Passat á verkstæði.

Það er að verða býsna jólalegt um að litast úti allt orðið hvítt, enda kom pabbi á hárréttum tíma og setti vetrardekkin undir bílinn sinn hérna úti, þegar hann kom inn fékk sér kaffi og fór þá var allt orðið hvítt þvílík tímasetning hjá kallinumLoL 

Talaði bæði við Brynju og Eyþór í dag, bæði svona ánægð hann með öll þessi orgel og bara komment sem hann er að fá fyrir sitt, og hún svona ánægð með verðlagið í MAnchester og auðvitað það að hennar menn unnu 4-0, var að skoða Old Trafford og ætlaði svo að eyða meiri pening á morgun í verslunargötu gátu bara farið hana hálfa í dag, samt búin að kaupa sér boli, nærföt, buxur, skó, peysur, man united föt í einhverjum tonnum og guð minn ef hún verður ekki með yfirvigt amen svo erum við að fara til Dublin tja hérna.... 

Enduðum daginn ég og litla genið á að fara saman í bað og drekkja hvor annarri, hefur lítið viljað borða nema eitthvað óhollt í dag í stíl við mömmuna, breytist allt þegar rútínan kemur sterk inn. Hef ekki hreyft mig í viku en það breytist á morgun, passað matarræðið þokkalega en missti mig um helgina í sætindi DAMN, en er samt komin niður fyrir 70 kg og þá eru ca 4,5 kg eftir eða voru það fyrir helgi, spurning um að maður sé að nálgast 80 kg eftir helgina miðað við það sem dottið hefur inn fyrir varirnar. Best að henda í eins og eina vél og taka til föt fyrir Bubbakotið á morgun

Best að setja eina mynd hér inn og nákvæmlega svona verð ég ef ég fer ekki að hugsa minn gang...

bollsSjúlli kveður þéttur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Pétursdóttir

´Þú átt nú langt í land með að verða svooooooooa stór. hafðu það gott. kv, Kolbrún Pé.

Kolbrún Pétursdóttir, 23.10.2008 kl. 14:49

2 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Einhvern veginn datt mér þessi mynd af mér í hug http://reykspolandi.blog.is/blog/reykspolandi/entry/573463/  bumban líka á svolítið vitlausum stað...

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 25.10.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband