Ginganggúllígúlli

Best að blogga smá fyrir svefninn. Settist hérna niður mjög spekingsleg og vissi ekkert hvernig ég ætti að gera verkefni í stjórnun 2 bls sem ég átti að skrifa. Svo allt í einu kom svona brainstorm og ég skrifaði helling á 10 mínútum, en klára á morgun nenni ekki meiru;)

Eyþór fór suður í gærkvöldi og er kominn út núna. Brynja er komin á Krókinn og fer suður í fyrramálið:) Dagurinn byrjaði öfugsnúinn hjá mér, ákvað að fara á PAssat í vinnuna í morgun, hvíla mig aðeins á Polo, var búin að setja litla gorm í stólinn, opnaði bílstjórahurðina settist inn og skelltist nema hvað hún bara lokaðist engan veginn, var eins og væri eitthvað fyrir. Ég öskuill með barnið yfir í Polo sem enn var fullur af sumardekkjum og spólaði af stað. Fór svo með Passat á Höldur og þar gat Ari frændi reddað þessu þannig að ég gat allavega lokað hurðinni en hann á að koma í viðgerð á mánudag, eitthvað losnað í hurðinni sem veldur þessu. Svo hringir Eyþór og segir að skrokkur sem við keyptum af bónda inni í sveit komi með flutningabíl um hádegi og ég verði að ná í hann og saga hann niðurí þokkabót, ekki varð þetta nú til að bæta skapið í konunni, þannig að ég þeyttist heim henti sumardekkjum af Polo niður í geymslu, og ákvað að taka sénsinn og fara á Passat svo nóg væri nú plassið fyrir skrokkkvikindið, var búin að taka sögin til og pappa á eldhúsborðið og ætlaði að saga kvikindið áður en Brynja færi svo ég væri ekki að brasa með Kötlu í þessu með mér. Loksins þegar ég fann gáminn sem skrokkurinn var í þá var hann mjög snyrtilega niðursagðaður og bara klár í kistuna, ætla ekki að lýsa því hvað ég var fegin þegar ég sá það:)

Ekki allt búið enn, fór inn á heimabankann og ætlaði að kanna hvort ég ætti ekki böns af pening, heyrðu enn og aftur er greiðsluþjónustan búin að taka, hætt að skilja, var búin að borga það sem borga átti í hana um mánaðarmótin svo vildu þeir fá 100 þús til að rétta hann eitthvað af vegna klúðurs sem þeir höfðu gert og svo núna höfðu þeir tekið 40 þús aukalega en tilhvers hef ég ekki hugmynd um. Hélt að greiðsluþjónusta væri bara greidd mánaðargreiðsla og svo ekkert meira en ég er að lenda í þessu trekk í trekk, náði svo í þjónustufulltrúann sem afsakaði sig með því að þeir hefðu gleymt að gera ráð fyrir einhverju helvíti og þá bara taka þeir pening án þess að spyrja hvort það sé í lagi, ég meina fólk þarf að lifa, greinilegt að bankarnir ætla að ná sér í aura, held þeir ættu að fara í reikningana hjá þessum ræflum sem komu landinu á hvínandi kúpuna en ekki láglaunafólki sem lifir á því sem það aflar sér á heiðarlegan hátt og hananú. Var svo æst yfir þessu öllu í dag að pabbi sagðist nú hefði boðið mér í mat ef hann hefði vitað af þessu fyrr, heldur ábyggilega að ég sé blönk haha.

En já við Katla fórum með Brynju á samskip en hún fór með flutningabíl á Krókinn og renndum svo til pabba í kaffi en þar voru mæðgur úr Einholtinu. Síðan fór ég að sækja fermingaralbúmin hennar Brynju ekki seinna vænna eru að verða 2 ár í vor síðan hún fermdist...ótrúlegur seinagangur

Brynja er að fara á fótboltaleik á laugardaginn og Maggi afi hennar hótar því segir hún að fara með landsbankahúfu og íslandstrefil, finnst það fyndið haha vona að þau verði á góðum hlaupaskóm til að stinga bullurnar af.  

Best að fara að sofa, vinna í fyrramálið og svo helgarfrí, komum til með að dunda okkur eitthvað hérna mæðgur, eyddum kvöldinu í kvöld í að slást svolítið þannig að það var þreytt lítil stelpa sem sofnaði á methraða hér um kl 20.30

Sjúlli kveður með ræpu 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Púff!

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 17.10.2008 kl. 07:57

2 Smámynd: Anna Ruth Antonsdóttir

Já þetta með brainstormið, það er mjög vel þegið þessa dagana....sem betur fer poppar það upp svona inn á milli. Ég held að allir séu að brenna yfir í bönkunum, kannski ekki skrýtið... maður verður bara að draga andann djúpt og fara úr 150 slögum niður í 90  maður verður frekar æstur í þessari umræðu.... Jæja Erna mín gangi þér vel í námsbókunum... kv Anna Ruth

Anna Ruth Antonsdóttir, 18.10.2008 kl. 10:28

3 identicon

Alveg ótrúlegt hvernig bankastarfsmenn geta hagað sér.

Ég lenti í því einu sinni að heimildin mín var hækkuð til að borga reikning, sem var ekki einu sinni komin í vanskil. Konan ætlaði "bara að hjálpa mér". Ég varð brjáluð..!!! Og skipti um banka,,, hef verið glöð síðan:)

Knús til ykkar gullin mín*

Lilja Hrund (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband