14.10.2008 | 22:33
Ég er röflari röflaranna...ætti ég að reyna að komast í seðlabankann
Núna einmitt þegar ég á að vera að læra þá bara dett ég hérna inn og bara get ekki meir. Er að velta fyrir mér Gnattritum og verkefni sem ég á að gera í Stjórnun og ég er bara ekki alveg í gírnum, spurning hvort ég komist í gírinn. Veit allavega svona aðeins í hvað ég er að fara en á eftir að byrja bara
Drullaðist loksins til að klára umsókn um endurgreiðslu skólagjalda og ferðakostnaðs til Sjúkraliðafélagsins og verð að reyna að koma því í póst á morgun, skyldi ég muna það er nefnilega með ótrúlega mikið en samt lítið gullfiskaminni þessa dagana, finnst ég þurfa að gera svo margt og ég er ekki að komast yfir að. Sá mér svo til mikils hryllings að það á að fara að snjóa á laugardaginn þannig að ég þarf að henda vetrardekkjum undir, ok ekki ég heldur kallinn á Höldur ég þarf samt að fara með dekkin og bílinn ekki satt
Allur gjaldeyrir að verða uppurinn hér Norðanlands, Siggi hringdi í dag og þá var orðið erfitt með gjaldeyri á Króknum þannig að ég ætla að drífa mig á morgun og athuga hvort þeir aumki sig yfir mér, Ragna búin að senda mér farseðil á maili þannig að ég get veifað honum niður í Kb á morgun. Jahérna skal segja ykkur það, ætli við mæðgur og Hildur fáum nokkurn gjaldeyri í nóv þegar við förum til Dublin tja maður spyr sig, verð að bjalla í Dabba Odds og athuga hvort hann geti ekki reddað mér nokkrum evrumerum nefnilega svo náin ég og Dabbi Odds NOT hahahahha trúðuð þið mér kannski.
Best að hætta núna finn ég er að komast í all verulegt röfl stuð og það verður ekki boðið í mig þá skal ég segja ykkur, ætla halda áfram að skoða Gnatt rit hvað sem í ósköpunum það er en eitt er víst og það er að ég kemst ekki að því ef ég hangi áfram hér
Sjúlli kveður verðandi stjórandi tja kannski í banka allra seðlanna.......
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Já ég myndi bara mæla með þér í seðlabankan, það þarf að skipta um stjórn í öllum þessum bönkum og líka í seðlabankanum, þetta er slæmt með gjaldeyririn allur að verða búinn í landinu þökk sé örfáum fyrverandi snillingum.kv. Sjana
Kristjana Jónsdóttir, 15.10.2008 kl. 14:21
Sammála Sjönu drífðu þig í seðlabankann þar er allt leyfilegt, líka að vera með gullfiskaminni..... og reddaðu okkur.......hveitið er allt að verða búið... en út í aðra sálma... stjórnanda-verkefnið búið og þá er það bara næsta verkefni....kv Anna Ruth
Anna Ruth Antonsdóttir, 18.10.2008 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.