Snilldar Reykjavíkurlotu lokið...

Alltaf er jafn gott að koma heim eftir að vera að heiman. Fór s.s. suður í gærmorgun og beint upp í skóla þar sem var klístrað alveg hellings lærdómi á heilann til 15.30. Þá fórum ég, Anna R, Elísabet og Hulda F á kaffihús og önduðum aðeins áður en við geystumst upp í Sjúkraliðafélag þar sem var haldin kynning á fagdeild öldrunarsjúkraliða og snittur og læti á eftir, mjög fínt. Var komin upp á hótel um kl 19.

Síðan í dag var maður mættur í skólann kl. 09 og setið svo til stöðugt við til kl 13 og það var svo skemmtilegur fyrirlesari að maður hreinlega veltist um af hlátri á köflum. En þetta var um gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu mjög gaman. Fórum þá og fengum okkur að borða aftur hin heilaga ferning á cafe Mílanó og reykspóluðum svo upp á Landakot þar sem við fengum að skoða t.d. líknardeildina og alzheimerdeildina. Allt mjög fróðlegt og skemmtilegt.

Þessi ferð var mjög skemmtileg í alla staði og þessar konur sem eru í þessu námi með mér eru bara snillingar frá A-Ö. Sakna þess bara að hitta þær ekki oftarGrin Anna R á þvílíku þakkir skyldar fyrir allt skutlið, bara frábær:)

Hildur systir sótti mig svo á flugvöllinn og ég laumaðist hérna inn og þá kom litla krílið mitt hoppandi á móti mér en var eins og smá feimin fyrst en knúsaði svo mömmsluna sína, ekkert smá gott að sjá hana, ótrúlegt hvað maður getur orðið háður þessum elskum. 

Ætlaði svo að fara að prenta út alveg helling af glærum þegar ég kom heim, gat prentað út 30 stk þá var fjandans blekið búið og mín verulega skapvond yfir því:( neyðist til að fara að kaupa prenthylki á morgun svei mér...

Eyþór er svo að fara í gæsir með Mása bró í nótt, Brynja er farin í Garðinn á samféslandsfund, þannig að ég og litli gullmolinn verðum hérna tvær að krúsast á morgun. Farið að haugsnjóa hérna, verð nú að viðurkenna að mér lýst ekki mikið á að kallinn sé að fara á bílnum á sumardekkjum en þeir eru alltaf svo góðir bílstjórar að eigin áliti þannig að mér skilst að ég þurfi engar áhyggjur að hafa.

Búið að vera óglatt síðan ég kom heim, líklega bland af hraðáti í dag og svo flugferð, er alveg svakalega flughrædd og flugvélin hristist aðeins og ég þurfti að halda niður í mér ælunni...húff var voða fegin þegar vélin var lent.

Svona var þetta, svo tekur núna bara við lærdómur á lærdóm ofan, verð að fara að komast í gang, svakalegt efni sem á eftir að lesa og læra, best að fara að byrja á einhverju af þessu.

Góða nótt 

Sjúlli kveður svakalega ánægður með lotuferðina sína 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband