Leiðinda tími

Veikindi og aftur veikindi, rétt rúm vika síðan litla eldfjallið mitt var lasið og svo í gær varð hún aftur lasin með háan hita og búin að vera í dag með 39.4°C og hreint alveg hundlasin, litlu lungun alveg stútfull af kvefi ömurlegt. Eyþór var með hana fram að hádegi í gær og í dag og ég tók svo við þegar ég kom heim og verð heima með hana á morgun. Skyldi þetta engan enda ætla að taka. Skilst að flensan sé komin og greinist bara enn sem komið er í börnum. En s.s. búinn að vera tiltölulega rólegur dagur bara viljað kúra og láta lesa fyrir sig, ekkert borðað og lítið sem ekkert drukkið. Var reyndar búið að segja mér að bakflæðisbörn væru veikari fyrir þannig að það er greinilega að sanna sig bara.

Sit núna og er að velta fyrir mér hvenær ég eigi að panta mér flug suður í næstu viku, hvort ég eigi að taka sénsinn á að fara með morgunflugi á fimmtudaginn og gista bara eina nótt eða hvort ég eigi að taka síðasta flug á miðvikudagskvöldin og gista 2 nætur. Hugsa að ég geri það en ætla að melta það til morgun, ætlaði að leigja mér sjúkraliðaíbúðina afþví að hún er í göngufæri við skólann en hún er í leigu þannig að ég ætla að reyna að troða mér inn á Bjart frænda upp í Breiðholti nema ég verði bara á gistiheimili/hóteli sem eru beint á móti skólanum:) Leik greifa í nokkra daga ekki slæmt það:) Skoða það á morgun.

Búið að vera töluvert að gera í náminu, er búin að skila af mér 3 verkefnum og er strax búin að fá úr einu þeirra jebb fékk 10:) Ekki reyndar strembið verkefni en 10 engu að síður:)

Hef ekkert getað hreyft mig núna í 2 daga og ég er að klikkast finn alveg hvernig hálsinn fer alveg til fjandans um leið eiginlega, ætla að hreyfa mig áður en Eyþór fer í fyrramálið í vinnuna bara verð til að höndla daginn. Er hrikalega svöng núna en að sjálfsögðu fæ ég mér ekkert nema kaffi eða vatn, reyndar 4 döðlur sem tróðu sér upp í mig áðan bölvuð frekja í þessu þornuðu stykkjum.

Þarf að fara með Poloinn í skoðun á föstudaginn, er í fríi þá og Eyþór líka held ég, vorum að spá í að fara í Mývatnssveitina og vera á hótel Reynihlíð yfir helgina en hugsa að við geymum það þar til í október, Katla lasin og ég þarf að læra og Brynja er að fara á Rósaball og ég veit ekki hvað og hvað, sendi kannski kallinn bara á gæs í staðinn, hann tímir bara aldrei að borða það sem hann skýtur......Mási nennirðu ekki að fara með honum hann er að gera mig brjálaðaTounge

Best að hætta þessu rausi og fara að læra eins og ég ætlaði mér upphaflega að gera, alger letihaugur svei mér þá, bara kem mér ekki til að lesa um  aldurstengdar breytingar á sjón og heyrn...tja hvað getur maður sagt.

Sjúlli kveður latur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Víðir minn er að vinna bæði miðvikudag og fimmtudag... hann ætti nú að geta reddað þér með síðustu vél:-)

Kv. Solla.

Solla (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband