Vinstri gæra eða vinstri grænn bara:)

Aðeins að blogga, hef nottlega ekkert að segja frekar en fyrridaginn en einhverra hluta vegna þá gusast alltaf einhver vitleysa út úr mér þegar ég dett hér inn, næs:)

Loksins búnar að ákveða okkur við mæðgur og Hildur hvert við ætlum að geysast í nóvember, Dublin varð fyrir valinu og hananú, ódýrt að versla og svo held ég að þetta sé bara skemmtileg borg:) Hlakka gríðarlega til að komast aðeins frá öllu amstri og chilla með Hildi og Brynju komum allar til með að hafa gott af því.

Byrjuð í skólanum eins og ég hef áður sagt og búin að skila af mér fyrsta verkefninu og gekk það nú bara vel. Er svo að dunda mér við að lesa í hjúkruninni og gera upprifjunarverkefni veitir ekki af ótrúlegt hvað maður er fljótur að gleyma, nema að heilinn í mér sé svona lekur, gæti reyndar verið.

Er að slæpast núna í vinnunni, er heima, varð að fá mér ristað brauð og svo er ræktin kl 13 jájá ekkert slegið slöku við núna, enda bara þéttist ég og þéttist, bumban á hraðri leið norður og niður og sakna ég hennar ekki rassgat. Þetta hefst allt með harðræði, breyttu matarræði og hreyfingu og ENGINN sykur nema á laugardögum. Sæll og fínt

Fer alltaf í vitjun til MS konu á mánudögum og þar er pólitík rædd út í eitt, við erum nefnilega báðar svo grænar í gegn að það liggur við að vaxi gras út um eyrun á okkur. Virkjanir er eitthvað sem okkur hugnast ekki og er aldrei þagað þegar þangað er komið enda líður tíminn hratt.

Ætla að fara að drífa mig í vinnuna og klára tölvuvinnuna þar.

Sjúlli kveður málglaður með meiru 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband