13.9.2008 | 06:46
Það er næstum nótt
Maður kominn á fætur og svona og kl einungis 06.37, og maður aðeins búinn að vaka í klukkutíma. Það er svo gott að eiga svona kríli sem er morgunhresst, hefði samt viljað sjá mig vera frekar að vakna núna en...svona er þetta bara.
Brynjan mín er að fara á Krókinn í dag, ætlar í bústaðinn með pabba sínum og fjölskyldu, kemur svo aftur á morgun. Það er frí í fótboltanum í 3 vikur og er hún voðalega dugleg að fara og hlaupa í staðinn fyrir æfingu.
Skólinn byrjaður og maður strax kominn í verkefnavinnu sem er bara fínt. Ætla að klára að fínisera eitt verkefni í hjúkrun í dag og losa mig við. Keypti mér bók í Eymundsson í gær í áfanga sem heitir "Stjórnun" hún var þunn en kostaði 5000 kr svo fattaði ég að kíkja á bókasafnið og þar fékkst hún auðvitað, þannig að ég rauk með nýju bókina og skilaði og tók hina og ætla að ljósrita hana, bannað eða ekki bannað ætla samt:)
Skrapp til pabba í hádeginu í gær þá voru þar Bjartur og Hildur að snæða saltkjöt, jájá fullt af fólki. Gaman að því. Er með eitthvað vesenis exem í kringum augun og svo þurr í augunum og klæjar endalaust ekki gaman, en eflaust einhver vírus.
Hef ekkert að segja en mér leiðist alveg óendanlega núna, er ekki að nenna því að horfa á Skoppu og Skrítlu í 1000 skipti, þó þær séu sniðugar:)
Komið í ljós að útskriftin mín verður 21 des, Eyþór kemst ekki með mér, hugsa að ég fari bara suður taki við prófskírteininu og fljúgi svo heim aftur, þetta er frekar leiðinlegur tími upp á þetta að gera.
Sjúlli kveður bless
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Talaðu við heimilislækninn þinn og vittu hvort hann vill ekki gefa þér reseft upp á Maxitrol til að bera á hvarmana.
Kv. í bæinn
Sigurður Hreiðar, 14.9.2008 kl. 17:43
Ég er sammála Sigga, Maxitrol gæti losað þið við þennan fjára nema þú sért að "ofnota" augun við lestur.....hohohohoohoh...varla ;) Ég kem bara með þér 21. des sem ljósmyndari og Ragnhildur fær að vera í klappliðinu ;)
Sé þig á morgun Blinda.
kv Systir þín í miðið.
Hildur (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.