18.4.2006 | 15:34
Þriðji í bloggi
Hjelló..enn er ég mætt ótrúlega dugleg án þess þó að hafa nokkuð að skrifa þannig séð en samt getur maður alltaf ruglað eitthvað:) Er búin að vera að velta fyrir mér að fara í meira nám og var þá annaðhvort að hugsa um framhaldsnámið í sjúkraliðanum eða hjúkrun í háskólanum. Var eiginlega ákveðin í hjúkrun en svo hef ég mig ekki í slaginn í gegnum klásusinn hef held ég ekki taugar í það, þannig að ég fór að velta fyrir mér framhaldsnámi í sjúkraliðanum en nei þá líklega verður það ekki kennt út á land aftur allavega ekki strax.....þannig að ég fer bara í hringi, annars var Hildur sys að segja mér að það yrði kannski ekki klásus í hjúkrun hér þannig að þetta er bara allt eitt stórt spurningarmerki hjá mér þessa dagana, en kemur í ljós vonandi:) Fer að styttast í að ég þurfi að fara að finna mér eitthvað til að vera í á brúðkaupsdaginn gengur víst ekki að vera á brókinni en hefði nú kannski ekki á móti því þar sem kjólar og ég eigum enga samleið en ég er nú heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir á brókinni þannig að kjóllinn verður fyrir valinu Veit hvernig kjól mig langar í en gallinn er sá að ég efast um að hann finnist einhversstaðar, kemur í ljós eins og svo margt annað. Annars á þetta ekki að verða neitt ofurbrúðkaup bara látlaust og lítið....garðveisla og grill og svona allir í lopapeysum og bara útilegustemmari.....
Er að fara að vinna á eftir og nenni því engan veginn, var að vinna í morgun líka að vísu bara til 12 og er svo að vinna frá 17-22...skemmtileg vinna samt held þetta sé skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið bara og hlakka alltaf til að fara í hana, frábærir skjólstæðingar og yndislegir vinnufélagar Jæja ætla að láta gott heita og fara að skutla Eyþóri í klippingu orðinn svo loðinn kallinn að það sést varla í hann...hafið það sem allra best í dag....Erna
P.s Helga Björg ég er svo dugleg tralalalal
Athugasemdir
já þú ert að verða duglegri en ég við þetta.. hehe ;) kv. Helga Björg
Helga Björg Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2006 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.