Jáhá

Brjálað alveg að gera hjá Brynjunni minni það sem eftir lifir árs við að fara til útlanda:) Ragna amma og Maggi afi voru að bjóða henni með sér á Man. United leik 17-20 okt og mín hefur ekki enn hætt að brosa síðan hún fékk þessar fréttir. Þau eru svo góð við hana verður aldrei fullþakkað enda alls ekki sjálfsagt svona.  En þessi elska mín á samt allt það besta skilið og þetta búið að vera hennar draumur lengi. Síðan verður hún heima í mánuð og þá fer hún með mömmunni í búðartrylling einhversstaðar ekki alveg komið á hreint. Gæti trúað að Prag og Dublin eða Glasgow komi sterk inn núna, er víst svo dýrt að versla í kóngsins Köben:)

Skólinn byrjar á morgun og fór ég og fjárfesti í prenthylkjum í prentarann fyrir 10 þús krónur jahérna en fékk þó næstum 1000 kr í afslátt út á KEA kortið já borgar sig að vera í KEA. Annars var ég að fá að vita líka að staðbundna lotan er 2 og 3 okt þannig að ég fór í að redda mér sjúkraliðaíbúðinni ekki komið svar reyndar um það. 

Var að vinna í morgun, brjálað að gera vægt til orða tekið..pjúff þvílík martröð. En þessi vinna hefur bæði kosti og galla.

Katla svaf svo lengi í dag að ég veit ekki hvenær í ósköpunum hún sofnar, situr núna og horfir á Söngvaborg og dansar og borðar döðlur:) Mamman fær sér alltaf eina döðlu ef hún finnur fyrir sætindaþörf og þá vill Katla líka:)

Hef ekkert að segja skil ekki hvað ég er að þusa hérna, later

Sjúlli kveður næstum mállaus 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ruth Antonsdóttir

Hæ Erna mín

Já það yrði nú saga til næsta bæjar ef þú Erna yrðir mállaus.... hrikalega leiðinlegt fyrir okkur hin það er svo gaman að lesa bloggið þitt... þetta með Italíu og rithöfundinn í þér, ég held að þú ættir að hugsa það vel......  það kannski bíður betri tíma.... t.d. þegar skólinn er búin... aldrei að vita..... hlakka til að hitta þig  á webct (inu) kveðja Anna Ruth

Anna Ruth Antonsdóttir, 9.9.2008 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband