Lífið er ekki alltaf leikur

Katla búin að vera lasin alla vikuna, fór einn dag á Bubbakot og þá var hún aftur lasin en sýnist hún vera að koma til. Vaknaði þá ekki ég í morgun með þessa helvítis beinverki, hálsbólgu og verki um allt. Ég er veik og ég þoli ekki að vera veik. Finn meira að segja til i tánum.

Dagarnir verið frekar spakir, fórum í viðtal við lögfræðing dánarbúsins við systkinin á fimmtudag og rukum svo í að gera íbúðina skoðunarhæfa ef einhverjum dytti í hug að vilja kaupa hana. Falleg íbúð væri til í að eiga hana ef ég væri bara ein eða bara með kall gengur víst ekki með 5 manna fjölskyldu haha. Enn smá dót samt eftir í íbúðinni, aðallega eitthvað sem þarf að fara með í söfnun og eitthvað sem við vitum ekki hvað við eigum að gera við.

Horfuðum hjónin á mjög góða mynd í gærkvöldi sem heitir P.S I love you, ótrúlega falleg mynd pínu langdregin en æðisleg, kallaði alveg fram tárin nokkrum sinnum:) Keypti hana um daginn og líka myndina Finding Neverland sem fékk svo góða dóma á sínum tíma, ætla að horfa á hana í kvöld kannski ef ég nenni.

Nú fer skólinn að bresta á, búin að borga skólagjöldin og bíð bara eftir að fá lykilorð svo ég komist inn á WebCt stemning fyrir þessu, útskrift í desember, ótrúlegt að þetta sé að verða búið, hélt hreinlega að þetta tæki aldrei enda. Ýmislegt búið að ske á þessum tveimur árum síðan ég byrjaði í náminu, eignaðist barn, skírði krílið, fermdi báðar stórurnar, mamman mín dó, jájá það bæði búin að vera gleði og sorg en svona er lífið okkar í hnotskurn og maður verður að takast á við aðstæðurnar hverju sinni, allt þetta er held ég svona prófsteinn á mann.

Litli gormurinn minn verður stöðugt kraftmeiri, núna er klifur uppáhaldið, klifrar upp á allt, situr núna í ruggustólnum og ruggar ekkert rólega heldur mjög kraftmikið bíð eiginlega eftir að hún hendist út á gólf hreinlega. Hissa á því miðað við hvað hún er mikill glanni að hún hefur ekki þurft neina alvarlega hjálp í viðlögum haha 7-9-13. Á þessum aldri var Brynja búin að fá einn skurð á hökuna sem reyndar var ekki hægt að sauma saman vegna þess að þetta var svo vondur staður, var límt í staðinn, var reyndar bara óhapp en ekki glannaskapur. Svona er þetta.

Best að fara að horfa á barnaefnið og slaka sér aðeins

Sjúlli kveður VEIKUR (vantar samúð) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband