Dagurinn í dag

Er s.s. sunnudagur og vinnudagur á morgun sem ég er eiginlega bara alls ekki að nenna. Lyfti svo rösklega í morgun að ég hef hreinlega tognað í hálsinum og er vægt til orða tekið að drepast þar, en svona er þetta þegar maður segir fitupúkanum stríð á hendur þá laskast alltaf eitthvað.

Katla búin að vera með kvef undanfarna daga eins og við foreldrarnir reyndar líka, en hún var svo með hitavellu í dag og núna sefur hún en hlær og volar og spjallar til skiptis upp úr svefni. Fórum aðeins til pabba í morgun og hún fékk nammi og var þvílíkt alsæl en móðgaðist reyndar ferlega líka þegar móðurmyndin var að reyna að plokka hor úr nebbanum, afa leist ekki á blikuna og hafði ekki hugmynd um hvað hafði skeð, eins gott að hann veit ekki að ég var að pína barnið.

Fullt af nýjum myndum á myndasíðunni okkar hef ekki tíma í meira þar sem stubbur er órólegur

Sjúlli kveður teygður og togaður 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Hæ Erna

-- eyddi þér óvart og kann ekki að setja þig inn aftur eða óska eftir bloggvináttu. Ég veit að þú kannt það.

kv.

Sigurður Hreiðar, 4.9.2008 kl. 11:22

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Nei annars, þú virðist vera á listanum mínum, óskemmd. Það var ágætt -- þannig ætlaði ég að hafa það.

kv í bæinn

Sigurður Hreiðar, 4.9.2008 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband