Sól, rigning, rok

Kominn tími á eins og eitt gott blogg eller hvad. Já nú talar maður bara dönsku eða slettir henni réttara sagt:) Erum að fara líklega 20-23 nóv til Köben við Brynja og vonandi með Hildi sys með okkur. Verður bara gaman að fara í tívoli og bara á þessum tíma skilst mér að allt sé að verða komið í jólabúning jibbí hlakka til.

Búin að vera ógisslega dugleg að hreyfa mig, hreyfi mig á hverjum degi á meðan Katla sefur en tek mér frí um helgar, er aðeins farin að finna mun á fötunum mínum, ekki nógu mikinn samt, verð greinilega að breyta einhverju í kerfinu hjá mér:)

Fórum við systur í gær með sólirnar með okkur til Húsavíkur, vorum að klára að fara í gegnum dótið hennar mömmu sem var í skúrnum hjá Mása, þá er ekkert eftir nema nokkrir kassar í íbúðinni hennar hér og fara með dót á haugana og söfnun og eitthvað svoleiðis. Já verður gott þegar þetta er frá, þetta er erfitt finnst mér.  Keyrðum svo í roki og rigningu með kerruna fulla af dóti en Mási bjó svo vel um þetta að það var allt á sýnum stað þegar við komum heim:) Fengum vöfflur og rjóma þegar á Víkina kom, brósi og Hilmar voru búnir að redda því, og kássu, hvítlauksbrauð og salat. Takk kærlega fyrir oss min ven, afþví ég veit að þú lest þetta alltaf kallinn minnKissing

Nenni ekki að fara að þrífa, geri það bara seinnipartinn þegar ég er búin að skutla Brynjunni minni í Hamar en hún er að fara suður að keppa á Íslandsmótinu, var nú fengin til að keppa með 2 flokki á móti KR í fyrradag seisei já. Hennar líf og yndi bara..Katlan sefur eins og rotuð í roki og rigningu vel varin í nýju fínu kerrunni sinni.

Hef ekkert að segja núna þannig að

Sjúlli kveður með sól í sinni 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf gaman að lesa færslurnar þínar Erna mín.

Greinilega ætlíð nóg að gera á munkanum en verst fannst okkur þó að sjá þig ekkert þetta stutta sumar. Getum svo sem sjálfum okkur um kennt þar sem við komum bara einu sinni í heimsókn og þú akkúrat þá í vinnunni.

Svona er þetta....

Sendum kveðju í kotið og gangi ykkur vel með verkefni vetrarins.

Margrét Brynjars (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband