19.8.2008 | 13:56
Mér finnst ég dugleg
Fórum við mæðgur upp í Kjarna í gær og þetta var það sem litla barninu fannst mest spennandi vatnsbrunnurinn, ekki til að drekka heldur til að reyna að stífla draslið. Fínt veður í gær og vorum töluverða stund að eltast við kanínur og slíkt í kjarnanum í gær.
Búin að vera nokkuð dugleg í dag, byrjaði á ræktinni, fór síðan í langt og heitt bað og las nokkrar blaðsíður í bókinni sem ég er að lesa. Gerðum svo nokkra reikninga á útistandandi skuldara sem Eyþór var búinn að spila fyrir og sendi svo litla frænda mínum honum Magnúsi Atla pakka, svo þegar ég var búin að setja hann á pósthúsið fattaði ég að Brynja er að fara að keppa á Húsavík í dag ég er skýr og skýrari en það. Skellti mér svo á fasteignasöluna og skrifaði undir sölusamning á íbúðinni hennar mömmu þannig að það er frá og renndum svo mæðgur aðeins upp í íbúð til að flokka draslið sem fer á haugana á morgun. Endaði á Bónus og rauk svo heim til að borða og síðan hljóp ég og sótti stubbinn minn á Bubbakot og er svo hér í chilli.
Finnst þetta nú ágætis árangur sko. Eyþór er í Skálholti að kenna á einhverju námskeiði í blíðskaparveðri, hita og sól. Var nú líka alveg hiti og sól hérna líka en það er nú ekki lengur frekar kalt fannst mér þegar ég sótti Kötlu.
Síðan bara fer dagurinn í að halda litla kút selskap, spurning hvað við finnum okkur til dundurs, kíki kannski á pabba ef hann er ekki í berjamó, held hann sé fluttur þangað þessa dagana, sem er bara gott leiðist ekki á meðan.
Best að hengja upp úr einni vél áður en krílus vaknar.
Sjúlli kveður aktívur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Elsku þið
Já eru þið búnar að senda pakka á víkina,, núna hlakka ég til að koma heim. Er á egilsstöðum í ferðalagi,,veit ekki alveg hvenær ég fer heim,,, en alltaf gaman að koma heim þegar maður veit að það bíður e-ð spennó...íha..:)
Lilja Hrund (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 17:31
úffffffffff forkur
Gunnar Helgi Steindórsson, 20.8.2008 kl. 19:23
jiii þetta er svava vissi ekki að gunni væri skráður inn hehe
Gunnar Helgi Steindórsson, 20.8.2008 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.