Nýr sími getur það verið

Hvað haldið þið annað en að ég hafi fjárfest í nýjum síma í gær, tja var búin að eiga hinn í 3 mánuði og fannst hann ógeð og þá bara kaupir maður annan, Brynja mín fékk ógeðið. Gaf kallnum líka nýjan Black Berry síma jájá geislar af mér gjafmildin. Katla fékk nýjan Rolls ógeðslega flottan og fengum með honum göngubakpoka ekkert smá góður, hinn var að verða eiginlega of lítill fyrir hana.

Búin að vera rosalega dugleg í þrjá daga (er á meðan er) fór tæpa 5 km í morgun og eitthvað svipað á mánudag og þriðjudag. Hjóluðum reyndar hjónin á mánudaginn og ég ætla ekki að lýsa lærunum á mér þegar ég lak hérna inn um dyrnar. Finn að bakið er að lagast af þessu sem er fínt því ég var farin að fá andstyggðar verki í það. Labba eiginlega allt þessa dagana, löbbum með Kötlu á morgnana, Eyþór fer svo í vinnuna og ég reykspóla af stað, labba svo og sæki hana á Bubbakot og svo spássari jafnvel eftir hádegið þegar hún er búin að sofa. Borða bara ógeðslega hollt og fæ mér bara einu sinni á diskinn, finn að mér liður betur, losna vonandi við bumbuna, andinn verður líka léttari. Kíkti aðeins við í garðinum hjá ma í morgunrúntinum bara til að segja henni hvað ég væri duglegKissing Varð að monta mig við einhvern hvort sem hún heyrði það nú eður ei.

Katla var ekki sofnuð þegar ég kom að sækja hana áðan heldur sat í fanginu á Svenna og um leið oghún sá mig leit hún á hann, veifaði og sagði bæ. Ekkert verið að treina tímann neitt.

Brynja var að keppa við Aftureldingu með Þórsurum í gær og unnu 2.0 það var ljúft, komst samt ekki til að horfa þar sem Eyþór var í upptöku og Katla orðin svo pirruð en fer bara næst. Held þær séu að keppa við Völsung á sunnudag...

Strákarnir okkar eru ekkert smá að standa sig vel í handboltanum, fúl samt yfir því á hvaða tímum leikirnir eru sýndir, tími ekki að fórna nætursvefni fyrir þetta, ætla samt að sjá til með þann næsta sem r held ég í nótt.

Ekkert meira að segja ætla að fara að laga meira til hérna, tók helling af fötum af Kötlu áðan og fór með í söfnun, skúffurnar tómar næstum eftir það þannig að ég í Haggarann og fjárfesti í nokkrum tuskum.

Sjúlli kveður ofvirkur í dag 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband