27.11.2006 | 19:31
Ljós út um allt:)
Hér með er það upplýst að jólin eru næstum komin í Munkann Búin að vera hægt og rólega að setja upp eina og eina seríu og núna er því sem næst að verða komið í alla glugga, starfsfólkið í húsasmiðjunni er liggur við farið að heilsa mér með nafni þar sem ég er alltaf að koma þar sem mig vantar jú alltaf bara "eina" seríu enn það eru s.s. komnar 11 seríur upp hér inni í glugga og eiga eftir að fara allavega 2 Eyþór er voðalega þolinmóður varðandi þetta og hjálpar kjellunni sinni við þetta, enda eðal eiginmaður hér á ferð
Fékk svar í dag um að ég komst inn framhaldsnám sjúkraliða bara snilld þannig að eftir áramót verður allt fullbókað hjá mér, verð í 50% vinnu, skóla, eignast Martein einhversstaðar inn á milli og þetta verður bara snilldin ein. Þetta eru 4 fög á önn, minnir að þetta séu samt á bilinu 12-18 einingar man samt ekki, en er verulega spennt og hlakka til Veit líka um tvö aðra sjúkraliða sem verða í þessu líka önnur vinnur á Hlíð en hin í heimahjúkrun og er reyndar líka með bumbu eins og ég Vinnan nýja á Hlíð er mjög skemmtileg sérstaklega núna þar sem ég er að verða svona nokkurn veginn komin inn í hlutina, starfsfólkið er líka frábært svona flest, eru alltaf einhverjir sem eru skemmtilegri en aðrir en í heildina er þetta klassalið.
Fórum s.s. til Unu og Óskars á laugardaginn og þvílíkt og slíkt, langt síðan ég hef bara farið í svona slökunar fílíng einhvern. Voru með heitt glögg, heitt kakó og kaffi og svo hlaðborð af þvílíkum kræsingum, smákökur, jólalög, kerti, seríur, bara allan pakkann. Vorum hjá þeim frá 16-21 og bara frábært. Fólk að koma og fara allan tímann eiginlega ótrúleg stemming..... Una lánaði mér kjól sem hún saumaði á sig þegar hún var ólétt af eldra barninu sínu, var ólétt á sama tíma og ég og átti um svipað leyti og ég á að eiga. Flottur losna við að redda mér jólakjól svona ef ég passa mig á að borða ekki fyrir þrjá eins og mér hættir til haha ef ég held mig við að "borða fyrir tvo" systemið þá held ég að þetta reddist
Veit ekki hvað skal segja meira, Marteinn er farinn að verða töluvert meiri stuðbolti en fyrir ca 2-3 vikum heldur að mér finnist gríðarlega notalegt að láta sparka í mig, ræði þetta við hann við tækifæri, frekar óþægilegt þegar hann sparkar niður í lífbein og upp og út á hlið og ég veit ekki hvað og hvað þessi elska.....óviti ennþá Hjartsláttarköstin hafa verið mér aðeins til trafala síðustu daga, vakna stundum á næturnar og er þá um og yfir 200 kófsveitt og illa lyktandi en svo hægist á þessu fyrir rest, en þetta lagast þýðir ekkert að tuða um þetta alltaf út í eitt
Best að fara að kanna hvort ég geti ekki sett einhversstaðar seríualdrei of mikið af þeim
Hafið það gott börnin góð, njótið ljósanna og verið góð hvert við annað
Sjúlli túlli kveður í banastuði og rafstraumi með seríur út úr öllum götum...
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.