Gleðilegan annan í páskum:)

Fórum á gömlu Hú á laugardaginn og var það mjög fínt, allir kátir barasta. Fengum allstaðar kökur og gúmmulaði þannig að þegar við fórum af stað heim var mér nú frekar bumbult:)

Páskadagsmorgun í fyrsta skipti bara síðan ég veit ekki síðan hvenær þá svaf Brynja Dögg og mig var nú verulega farið að langa í páskaegg...en hún kom nú upp um 10 leytið og byrjaði á að fara í ratleik því Eyþór hafði falið eggið og voru vísbendingar hér og þar um alla íbúð:) Átum svo að sjálfsögðu mikið í gær ótrúlegt að maður skuli aldrei brenna sig á þessu, heldur alltaf að það sem fyrir framan mann er sé sé síðasti bitinn sem maður fái að borða bara forever......maginn var s.s. ekki upp á marga fiska í gærkvöldi. En síðan horfðum við á bara held ég eina af bestu myndum allra tíma fjögur brúðkaup og jarðarför......þvílík snilld....Eyþór sofnaði að vísu *hóst* hann sofnar alltaf yfir sjónvarpinu á kvöldin...þreyttur maður. Ætla að hætta þessu bulli og fara að gefa Hildi kaffi.

Erna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband