4.8.2008 | 22:26
Ein með öllu og allt undir eða hvað......
Jæja þá eru hlutirnir að færast aftur í fastar skorður hér á Munkanum, minnsta barnið er að fara á dagheimilið sitt aftur á morgun eftir mánaðarfrí verður eflaust kát að komast aftur til Svenna síns og Önnu.
Garðinum okkar var breytt í tjaldsvæði um helgina en Már og co settu tjaldvagninn sinn hérna í garðinn og höfðu það bara huggó held ég. Slógum svo upp allsherjargrillveislu hérna á laugardagskvöldið, skreyttum garðinn og grilluðum, við munkar, einhyltingar, tengdó og mágsurnar mínar tvær, og tjaldbúar og pabbi að sjálfsögðu. Lilja og Fannar komu svo með fallega frumburðinn sinn og eins kom Guðný með stubbana sína tvo þannig að hér var stuð.
Vorum töluvert í bænum á föstudaginn og eins á laugardaginn, horfðum á jane fonda leikfimi sem er bara hallærislegt fyrirbæri en hver veit nema maður eigi eftir að skella sér í þessa leikfimi einhvern tímann og geri hundaæfinguna ótt og títt jaha.
Fórum alla morgnana eldsnemma eitthvað út fyrir bæinn, í kjarna í 2 skipti og litli gormur fékk að hlaupa til að minnka aðeins orkuna hjá sér. Skruppum svo aðeins hjónin með krílið upp í kirkjugarð í gærmorgun og settum rósir á leiðið hjá ma, eins og ég geri reyndar alla sunnudaga. Vökvaði og svona í leiðinni veitti ekki af þar sem allt var að skrælna.
Margrét og Gunný eru hérna enn, Gunný reyndar fer í fyrramálið en Magga verður hér út vikuna er í starfsþjálfun hérna hjá Samkaupum.
Hef ekkert að segja, ætla fljótlega að fara að sofa í hausinn á mér vinna í fyrramálið þannig að málið er dautt.
Sjúlli kveður sáttur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Það hefur greinilega verið dúndur fjör hjá ykkur um helgina. Svona á þetta að vera að minnsta kosti stundum, hið besta mál. Ég var að skoða myndir á síðunni hjá þér úr fjallgöngu á Herðurbreið, og sá ekki betur en toppur fjallsins væri hulin skýjum, sem er mjög algengt að sagt er. Þá rifjaðist upp fyrir mér vísan eftir einn austfirðing (S.Ó.P) sem var með ferðahóp að skoða djásnið, fjallið eina.
Herðurbreiðin hylur sig,
hvíslar ferðamaður.
Ef hún tæki upp um sig,
yrði ég fjaska glaður.
kv, Kolbrún Pé.
Kolbrún Pétursdóttir, 6.8.2008 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.