25.11.2006 | 14:45
svei attan
Fimm dagar síðan síðast var bloggað hérna á þessa síðu, til skammar. Finnst nú kallinn vera eitthvað farinn að dala í blogginuEkki það að ég er alveg einfær um að halda út þessari síðu, svo ég tali nú ekki um alla spekina og fræðsluna sem flæðir frá mér...haha.
Búin að vinna 5 daga á Hlíð og frekar ruglingslega daga þar sem deildin var að flytja í nýtt húsnæði, loksins fær gamla fólkið að búa á eiginlega svona lúxus öldrunarheimili, allt rosalega flott og glæsilegt. Starfsfólkið fínt og skjólstæðingarnir líka. Það eina sem ég set fyrir mig er að ég vinn 6-7 daga í einu og svo bara 1 dag í frí, áttaði mig engan veginn á því þegar ég réði mig að ég þyrfti að mæta jafn oft og 100% vinnan. Vinn bæði jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag að vísu bara 8-12 en það þýðir ekkert kúr uhuhuh en ætla að athuga hvort ég geti ekki bara unnið t.d. 3 heila daga í viku eftir áramót.....jájá nóg um þetta
Birtist hérna í vikunni mín gamla uppáhaldsvinkona sem ég hef ekki hitt lengi, Guðfinna mín (Kiddý) mætti hérna með síðkomna brúðargjöf, alger óþarfi en er svo hugguleg þessi elska. Samkjöftuðum ekki þurftum báðar mikið að segja. Alltaf svo gott að hitta hana þessa elsku, eyddum nú ekki litlum tíma saman á aldrinum 16-19 mörgum til mikillar gleði, vorum mjög uppátektasamar á köflum. Bjuggum svo í Tercel bíl sem pabbi átti eftir að ég fékk bílpróf og höfðum ekkert smá gaman...bara snilldin eina....bara gott að sjá hana krúttið mitt:::)
Eyþór fór í gær og henti upp jólaskrauti fyrir sameignina og líka á svalirnar hjá okkur, en við Brynja dunduðum okkur við að setja í gluggana í stofnunni og eigum enn eftir þar sem þetta er mikil nákvæmnisvinna sérstaklega þegar Brynja er við stjórnina liggur við að sé mælt á milli peranna
Eyþór vill að það komi fram hér að enginn á heimilinu sé með hægðatregðu hann skaut þessu að þar sem hann hélt að ég hefði ekkert að segja haha hann greinilega þekkir mig ekki
Brynja er á króknum, Eyþór renndi á móti afa hennar í morgun og ætlar hún að koma á morgun með rútunni, en það er ómissandi að vera hjá ömmu og afa og gera laufarbrauð.
Við hjónin erum á leiðinni til Óskars og Unu en þau ætluðu að hafa opið hús á milli 16-19 fyrir vini og vandamenn og örugglega eitthvað góðgæti á borðum vona það mín vegna allavega þar sem ég þarf nú að borða fyrir tvö.....
Jæja kallinn bíður eftir tölvunni sinni þannig að
Sjúlli kveður s.s. ekki með harðlífi
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.