22.7.2008 | 16:11
Afmæli, verknámslok, heimahjúkrun og stórkostleg blíða
Í gær hefði hún mamma mín átt afmæli, fór í súkkulaðiköku og kaffi til Hillu pillu og þar var pabbi mættur líka í kökuna, renndum við systur svo með dæturnar okkar fjórar svo upp í kirkjugarð með blóm og kerti, 18°C hiti og mígandi rigning, bara dásamlegt veður.
Búin með verknámið kláraði það sunnudaginn 13 júlí og fékk mjög gott fyrir það og stóð það að sjálfsögðu. Byrjaði svo í heimahjúkrun þann 14 júlí, engin miskunn hjá Magnúsi. Er svo að vinna núna um helgina og ætti því að eiga 4 daga helgarfrí um versló en nei sá ekki betur en ég sé sett í vinnu líka um versló og ég er alls ekki sátt við að það sé ekki allavega talað fyrst við mig. Svona er þetta, kemur í ljós.
Vorum að koma úr bænum við Katla en við reykspóluðum þangað til Hillu og dætra sem voru á torginu að spóka sig í 19°C og sólarlausu svona því sem næst, fórum svo aðeins í sandkassann og erum svo bara inni núna svona aðeins að chilla. Eyþór er að vinna til kl 17 og Brynja til kl 21.30 er að vinna alla daga núna ekkert smá dugleg, er að hugsa um að hætta í unglingavinnunni þar sem búlluvinnan er að verða eiginlega meira og minna alla daga og henni veitir ekki af að eiga smá frí líka.
Við systkinin búin að vera að dunda okkur við að fara í gegnum dótið hennar mömmu og nú s.s. megum við setja íbúðina á sölu samkvæmt lögfræðingi sem sér um dánarbúið. Hef ekki enn haft mig í það að gera það en verð að drullast í það í vikunni, þarf líklega að þrífa íbúðina og snyrta áður en það er hægt reyndar. Vígði saumavélina og lagaði hitapokann minn sem rifnaði eiginlega í tvennt og já ég bara elska þessa saumavél, kann svo vel á hana og það er eitthvað svo gott að setjast við hana ekki sjaldan sem maður var búinn að sauma á hana, allar gardínur og allt fékk maður að renna í gegnum þessa elsku.
Bíllinn hennar mömmu búinn að vera á verkstæði og er enn alls ekki nógu sölulegur, heggur eins og honum sé borgað fyrir það en ekkert hægt að gera við því allavega ekki sem svarar kostnaði, er að spá í að kaupa hann af þeim og nota hann í vinnuna, svolítið happaglappa þar sem sjálfskiptingin gæti farið til fjandans en allt er þetta tilviljunum háð, reyndar líka ótrúlega fyndið þá lokaðist mamma oft inni í honum á veturnar, allt fraus bara fast og í eitt skipti skaust hún á pósthúsið og þá þurfti einhver maður að bjarga henni því hún komst ekki út, haha sé mig í anda, hjálp viljiði toga mig út um gluggann takk.....mu´hahahha
Best að hætta þessu bulli og fara að spjalla við Kötluna mína fallegu sem er að rústa öllum geisladiskum pabba síns núna, *hóst* verður líklega ekki mjög happy með það
Sjúlli kveður orkutæpur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hugsaði einmitt til ykkar í gær og kveikti hér á kerti. Fer seinna í kirkjugarðinn með blóm..Kveðja frá Húsavík
Linda (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 17:10
gaman að heyra frá þér var farin að bíða eftr bloggi hehe:)
já það er engin miskun hjá þér það er greynilegt áttu ekki eftir að fá sumarfrí ?? frétti að allt væri í ruggli í heimahjúkrun, mkil mann ekla... frábært að að það gekk vel í starfsnáminu, er að fara á fyrstu lyfjavaktina mína 1 á morgun... hvíður pínu fyrir margt að muna ;)
svava (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.