Páskalamb

Það er nú langt síðan maður fékk ekta lambalæri, mauksteikt og mjúkt.  Það jafnast fátt á við þennan mat.  Íslenska lambið er snilld!  Við liggjum flöt eftir átið og ætlum að horfa á 4 brúðkaup og jarðarför í sjónvarpinu.  Ég ætla að horfa á hana með augum organistans í þetta skiptið.  Athuga hversu marga litúrgíska skandala ég sé, hversu illa brúðarmarsarnir séu spilaðir og hvort söngvararnir syngi falsktBrosandi  Nei ég ætla að vera rómantískur og liggja í sófanum með Ernu minni og horfa á þessa fínu mynd.  Horfa enn einu sinni á Rowan Atkinson segja "holy goat" í stað "holy ghost"

Var að tala við Rakel, hún er í sumarbústað einhversstaðar í N-sænskum furuskógi þannig að símasambandið var slæmt.  Var samt kát.

Eyþór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband