10.7.2008 | 21:16
Gleði:)
Alltaf gleðilegt þegar lítil börn fæðast, en það fjölgaði s.s. í ættinni minni í morgun þegar Lilja Hrund og Fannar eignuðust yndislega fallegan dreng, til lukku með það krílin mín. Ég auðvitað þeyttist upp á FSA eftir vinnu með Brynju til að bera drenginn augum og my gad hvað hann var lítill, sléttur og fallegur, vel heppnaður og heilbrigður Verð að gera mér ferð austur til að skoða krílið þegar hann er aðeins búinn að venjast heiminum.
Eyþór og Mási fóru í veiði og komu heim í gær með slurk af silungi *slurp* fengum okkur silung með kartöflusalati í kvöldmat alveg eðal. En Eyþór brann svo hrottalega að þegar hann kom heim í gær, skalf hann bara og nötraði og svo var hann veikur í nótt og ælandi í dag allt út af því að hann bar ekki nógu vel á sig sólarvörn, kennir honum kannski að hann verður bara að taka kellinguna með næst til að passa upp á þetta. Var s.s. brjáluð sól hjá þeim á meðan var rigning eða svona dumbungur hér. Svo sá ég mynd af þeim félögum áðan sem lét hárin rísa á mér og hrollur fór um hrygginn, ætla ekkert að lýsa þessari mynd nánar en almáttugur þvílík kyntröll einu er ég gift og hitt er bróðir minn tja maður á bara ekki til orðMási góð mynd og verður kannski stækkuð og sett á striga.
Var að vinna í dag og það var fínt á núna bara eftir 3 vaktir jibbí ekki samt komið á hreint held ég hvenær ég á að byrja aftur í heimahjúkrun, vona að ég fái þó ekki sé nema einn dag í frí ekki að það breyti mig neinu máli í sjálfu sér. Var að panta mér ógisslega flottar töskur úr Marimekko pantaði mér svarta en bleika handa Brynju, frekar dýrar en ógisslega flottar eins og fyrr segir.
Búin að vera að dunda mér við að horfa á friends og þvílíkir snillingar, keyptum okkur við Brynja 3 fyrstu serírunar og svo bættum við seríu 9 við því4-5-6-7-8 voru ekki til en ég ætla að tékka á amazone.com eða ebay hvort ég fái þær ekki þar, miklu ódýrara líka að panta þær þar heldur en að kaupa hérna heima munar næstum helming minnir mig.
Katla sefur, Brynja og Rakel eru á vinnuskólaballi og Eyþór brá sér niður í kirkju því hann og Pétur Halldórs eru að fara að vinna eitthvað inni í eldhúsi og á meðan hangi ég í töllunni en ætla svo að glápa á eins og 1-2 friends þætti
Sjúlli kveður orðin afasystir í 4 skipti(how old am I)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.