Í upphafi skal endinn lofa

Eða var það ekki eitthvað á þá leiðina tja man ekki alveg. Var í lokamatinu í verknáminu í dag og fékk þvílíkt magnaða umsögn og að sjálfsögðu "staðið" í pappírana. Á eftir að vinna fjórar vaktir og þá er ég búin með verknámið en eins og ég sagði áður er aldrei að vita nema ég troði mér þarna inn á einhverjar lyfjavaktir með heimahjúkrun, væri fínt að fá eina helgi í mánuði eða svo.

Frekar kalt búið að vera hér á eyrinni í dag og hitinn svona væflast í kringum 10°C en ekki að það skipti mig miklu var að vinna til kl 16 og þá kom smá sólarglenna. Eyþór fór með Mása bró að veiða einhversstaðar er ekki alveg klár hvar og ætla þeir að koma aftur heim á morgun og ótrúlegt en satt þá flaut fullur kassi af mat með frá þessu heimili og kæmi ekki á óvart þó svo að annað eins kæmi með Mása. Þeir hafa gott af þessu blessaðir kallarnir mínir, eiga ótrúlega margt sameiginlegt fyrir utan að vera báðir doldið skrýtnir haha ....þeir eru magnaðir.

Var að panta okkur Brynju Marimekko töskur í dag úr búðinni fyrir sunnan, ég fæ svarta og Brynja bleika, ég skemmdi nefnilega tösku sem Brynja fékk frá frænku sinni í jólagjöf, get samt líklega lagað hana í saumavélinni minni, ég erfði nefnilega saumavélina hennar mömmu og mig hlakkar svo til að fara að sauma, kann á hana og þekki alla dyntina í henni er alveg hrikalega gömul áföst borði en hún er svo góð og svo er ég algert fan á allt sem er gamalt og á sér sögu, er líklega rétt að ég sé gömul sál í ungum likama (ekki reyndar svo ungur lengur en ungur samt). Hef alltaf fílað mig rosalega vel innan um aldraða og gamla muni þannig að líklega er þetta bara rétt hjá mér.

Katla steinsefur, nýbúin að læra nöfn foreldra sinna og snarhætti að kalla okkur mömmu og pabba, núna er það bara Eyhó og Ena jájá skal segja ykkur það. Líka farin að syngja lagið um hann Kalla könguló og gerir allar hreyfingar kannski ekki alveg á réttum stöðum en reynir, og Litlu andarungarnir eru líka í miklu uppáhaldi. Ótrúlega sem henni fer hratt fram, er líka mjög heltekin af maganum á sér og öðrum líka, rífur upp bolinn i tíma og ótíma og segir "bumma" og rífur svo upp bolinn hjá mömmu og það er "bumma líka" lemur svo í þetta eins og þetta sé tromma. Fyndin.

Brynja er að chilla í tölvunni núna, búin að vera að vinna á Hamborgarabúllunni töluvert síðustu viku og ánægð með það og finnst gaman, vantar vinnu með skólanum í vetur ef einhver veit um einhvern stað endilega látið mig vita. Rakel er að horfa á sjónvarpið niðri með vinkonu sinni, fer á sunnudag eða mánudag í Borgarnes held ég ekki alveg búið að ákveða það og svo fer hún út, búið að líða mjög hratt enda kom hún akkúrat í verknáminu mínu og því lítið sem við höfum getað gert.

Best að hætta þessu og horfa pínu á tv borgar sig samt ekki að gera það of lengi þar sem stubbur vaknar yfirleitt á milli 6-7 á morgnana, en ég er í fríi á morgun svo þetta er í lagi

Sjúlli kveður með sérlega heillandi framkomu 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband