Hvað skal blogga

Er orðin alveg ferlega löt eitthvað á þessu blessaða bloggi mínu, en það kemur nú allt saman aftur. Ekki margt skeð svo sem síðan síðast.

Er að fara á kvöldvakt í kvöld og eftir hana á ég einungis eftir 5 vaktir, er reyndar að díla um að fá að vera eina helgi í mánuði á Hlíð ekki víst að ég fái á þessari deild en þá bara einhverri annarri. Er að verða nokkuð húsvön þarna, líkar reyndar svakalega vel á Víðihlíð en sé til. Hlakka líka til í des þegar ég útskrifast en er reyndar jafnvel að spá í að skella mér þá í geðhjúkrun aldraðra er það ekki bara spennandi, líkur fyrir því að það verði boðið upp á þetta og ég fer ef það verður í boði. Get þá kannski stutt eitthvað við hann Eyþór minn því hann hlýtur að fara að verða geðveikur á þessu skólabrölti mínu þar sem ég er heldur ekki hin skapbesta þegar ég hef ekki tíma til að læra.

Höfum verið dugleg að fara í morgunlabbitúra núna um helgina enda bæði í fríi og Kötlu finnst það voða sport, fórum í langan túr í morgun og var hún á bakinu á pabba sínum en reyndar fékk að labba smávegis. Svo hefur hún voða gaman af að sitja í sandkassanum og bablar þar heil ósköpin öll.

Fórum líka eitt kvöldið og löguðum til á leiðinu hennar mömmu minnar, hentum dauðum blómum og löguðum aðeins til og var Katla mjög spekingsleg þegar hún labbaði að leiði ömmu sinnar, varð mjög alvarleg og stóð þar þögul um stund og svo var eins og hún signdi yfir og trítlaði svo í burtu og fékk víðáttubrjálæði og hljóp um allt. Við Brynja fórum svo í gærkvöldi og settum blóm og kerti á leiðið hennar, ósköp friðsælt að koma þangað en erfitt, finnst þetta svo óhemju sárt allt saman. Hef eiginlega ekki haft neinn tíma til að meðtaka að hún sé farin frá okkur, búið að vera mikið að gera og svo kem ég heim og þá sér Katla um að maður hafi nóg að gera. Var ein heima einn morguninn og þá gjörsamlega hrundi ég  saman, þetta er mjög ósanngjarnt finnst mér, ég hefði átt að hafa hana í töluverðan tíma í viðbót. Vantar svo að spjalla við hana, vorum ekkert alltaf sammála og höfðum báðar mjög sterkar skoðanir en mig vantar hana samt svo mikið en svona er þetta bara. 

Er að kíkja eftir tveimur íbúðum hér og einum ketti, þar sem Hildur og co og pabbi fóru til Súðavíkur í bústað, ég fer og kíki á Kristínu litlu kisu einu sinni á dag og leik við hana og gef henni að borða, kíki svo til pabba 1-2 sinnum á meðan hann er fyrir vestan.

Best að hætta þessu bulli og fara að taka mig til fyrir vinnuna. Þessi vinna er eins og heimahjúkrun mig hlakkar til að fara í hana yndislegt. Bendir til að manni líki vel í vinnunni ekki satt. Fer svo í lokamatsviðtalið á morgun með henni Hörpu sem er leiðbeinandinn minn og algerlega frábær sem og allir.

Sjúlli kveður gríðarlega jákvæður 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æjá það er svakalega erfitt að missa einhvern svona nákomin, og þó ég hafi ekki misst mömmu þá missti ég einu sinni ungan frænda minn og vin, það eru 5 ár síðan og ég fór að leiðinu hans seinast í maí á afmælinu hans og ég grét og grét, og var lengi að ná mér niður, þetta er svo erfitt og ósangjarnt langaði svo að sína honum húsið mitt og litlu solluna mína,

 en þetta smá lagast með tímanum sársaukin hverfur ekki en hann dofnar og breytist

já held að  tíminn er það eina sem getur hjálpað manni já og það að leifa sér að gráta þegar maður þarf...

gangi þér rosalega vel Erna mín ....

svava (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband