lífið er skrýtið

Í dag eru 3 vikur síðan elskuleg mamma mín kvaddi okkur á Gjörgæsludeildinni í Fossvogi, þyrmdi yfir mig í dag og einhvern veginn upplifði ég stríðið hennar aftur en það á eftir eflaust að gerast oft..

Fórum í íbúðina hennar á miðvikudaginn og fórum í gegnum dót og skoðuðum gamlar myndir og skiptum á milli okkar hlutum. Ég fékk ofsalega fallegan gullhring eftir hana sem mér þótti mjög vænt um því ég fékk hann mjög oft lánaðan hjá henni og hún sjálf gekk oft með, ætla að láta stækka hann aðeins og gæta hans vel.

Fengum nýju myndavélina okkar frá USA á miðvikudag líka fór aðeins framúr kostnaði en hún kostaði hingað komin 250.000 en núna verða sko teknar myndir enda eðalvél hér á ferð. Reyndar er einhver blettur á linsunni sem næst ekki af hér, þurfum að láta kanna það fyrir sunnan hvað þetta er. Núna eiga Mási, Guðmundur og Eyþór allir roknavélar og geta farið í myndaferð saman já skal segja ykkur það. Sátum hjónin í gærkvöldi og stúderuðum, Eyþór hitti svo í dag ljósmyndara sem hann þekkir sem sagði honum bara að hafa samband ef hann vildi spyrja eitthvað út í ljósmyndun, tja menn fara bara út í bisssssnessss. Hahaha

Var að vinna í morgun, kom svo heim og Katla var þá búin að vera með um og yfir 39°hita og er enn hundlasin, rosalega slöpp og hangir bara á öxlinni á manni, með útbrot út um allan líkama, en steinsefur núna greyið, og matarboð sem við Eyþór ætluðum í þangað fór kallinn bara einn. Hann er í slúðurklúbbi með Pálma lækni, Pétri á efri hæðinni, Óskari séra, og einhverjum einum manni enn:) Hvað ætli sé rætt í þessum klúbbi, veit það eitt að þar er haft viskí um hönd *æl* Í fyrramálið ætlaði hann svo á Egilsstaði sem hann sjálfsagt fer að spila í brúðkaupi hjá frænku sinni, ætlaði með Kötlu með sér en hún fer nú líklega ekki langt svona slök og þó svo að hún verði hitalaus vil ég helst að hún sé heima í einn dag, en ég er að vinna og get ekki tekið mér frí þannig að hann verður að redda þessu einhvern veginn.

Annars er svo sem ekkert rosalega mikið að frétta, var bara að blaðra eitthvað.

Hugsa að ég fari fljótlega að leggja mig hjá Kötlu og lesa bara er að lesa gríðarlega spennandi spennusögu sem heitir "Sjortarinn" haha og í upphafi er það sjortari sem leiðir til morðs....spennó

Sjúlli kveður sætur sætari alger draumur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru ekki bara 3 vikur Erna mín síðan amma kvaddi okkur...????

Lilja Hrund (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 19:57

2 identicon

Jú vinan meinti það smá innsláttarvilla

Ernan (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband