25.6.2008 | 08:59
Það er nebbilega það....
Ekkert brjálað sem gerist þessa dagana, yfirleitt þetta venjulega bara, finnst ég vera eiginlega alltaf að vinna en samt ég er í fríi í dag. Fer að styttast í verknáminu mínu á held ég síðustu vakt 12 júlí. Búið að vera skemmtilegt mjög og ég hef fengið að standa algerlega sjálfstæðar lyfjavaktir og það er spennandi, finnst ég hafa öðlast töluvert sjálfstraust við að fá að sinna þessu.
Ágúst og Lára vinafólk okkar eignaðist í gærkvöldi litinn Ágúst Ísleif sem var tæpar 12 merkur litli stubbur. Yndislegt bara til lukku með það, þau búa í Danaveldi þannig að líklega líður einhver tími þar til maður sér stubbinn life:)Aldrei að vita samt nema maður bjóði kallinum að fara til þeirra í heimsókn, mig langar nebbilega svo að fara í stelpuferð með Brynju til Köben yfir helgi og jafnvel plata Hillu pillu með svona t.d. þegar dregur að jólum fínt að fara í jólainnkaupaferð, aldrei að vita.
Ég er Bubba aðdáandi nr. 1 eins og kannski einhverjir vita, svo fór Katla á Bubbakot og mamma mín dó á afmælisdegi goðsins 6. júní, tilviljanir held ekki. Var að kaupa mér nýjan diskinn hans, og það er svo gott að hlusta á hann í ró og spekt, er í rólegri kantinum og heitir 4 naglar.
Langar í nýja diskinn með söngvaranum í Hjálmum var að gefa út disk með gömlum lögum og svona svokölluðum stofuhljóm og ég held að hann sé gríðarflottur, held reyndar að hann sé ekki kominn út en á leiðinni.
Erum að fara systkinin í dag í íbúðina hennar mömmu, gott að byrja, en er samt kvíðin.
Sjúlli kveður....skrýtinn
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.