Og lífið heldur áfram

Enda ekkert við öðru að búast. Tíminn stoppar ekkert þó einhver deyi þannig að maður verður að taka sig saman í smettinu og reyna að fylgja honum.

Lífið gengur sinn vanagang þannig lagað, byrjaði að vinna aftur á þriðjudaginn, voru samt búnar að skrá mig í frí fram að helgi en mér fannst það bara gott að henda mér í þetta enda var voða gott að koma aftur í vinnuna. Fer á kvöldvakt annaðkvöld og svo á ég eingöngu eftir að ganga lyfjavaktir held ég.

Fór í dag að hitta lögfræðing vegna dánarbúsins, fólki finnst við kannski fara fullhratt í hlutina en það er svo sem ekki eftir neinu að bíða, verður ekkert auðveldara að ganga í þetta þegar frá líður. Ætlum að hittast systkinin á miðvikudag og vonandi eiga góða stund saman.

Er stútfull af kvefi, hausinn alveg farinn að tútna út, dásamlegt og ég sem þoli ekki kvef. Katla líka alveg haugkvefuð en þetta rýkur úr manni. Snýtum bara mikið.

Buðum pabba í mat í gær, uppáhaldsmat þeirra Eyþórs, grófhökkuð bjúgu, ég endaði með brjóstssviða dýrðlegt.

Brynja var beðin í gær um að fara suður með 2 flokki að keppa og fór hún, ég svaf svo í hennar herbergi til 2.30 í nótt en þá hringdi hún var komin i Hamar, ég brunaði og sótti djelluna og steinsofnaði svo til strax aftur í mínu rúmi. Vildi ekki að Katla myndi vakna þegar hún hringdi :)

Svo komu systur í dag (sólar) og mamman þeirra með þeim, og Una og Óskar Snorri komu líka þegar þær voru rétt farnar, gott að hitta þau. Fara bráðum af landi brott, ætla að flytja til Kanada í eitt ár, við erum að plana ferð til þeirra, komum til með að sakna þeirra allra...

Fór upp í Hrisalund í gær, að kaupa í matinn, ákvað að kíkja á neðri hæðina sá garn sem mig langaði svo í í kjól á Kötlu, var að spá í hvað ég þyrfi nú mikið, reif upp símann, ætlaði að hringja í mömmu til að tékka á þessu. Svona er þetta, ýmis smáatriði sem eiga eftir að rugla mann. Fór heim í rusli fannst þetta svo ömurlegt. 

Best að hætta að rausa um ekki neitt.

Sjúllli kveður dapur í bragði 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta er skrýtið, var áðan að sækja lampann minn og stólinn með Ragnhildi og tók upp peysu og stakk nefinu ofan í hana og hún ilmaði eins og mamma. Ilmvatnslyktin og bara allt setti mig um koll og ég hljóp út með Ragnhildi. Ragnhildur greyið reyndi að hugga mömmu sína : "mamma mín, hún var svo lasin að þeir gátu ekki læknað hana" og þá fór ég enn meira  að væla því ég hef verið að hugga hana með svipuðum orðum undanfarið. Svo í gær fannst mér svo mikið tóm eitthvað, en svo fattaði ég hvað það var, á þessum tíma dagsins var ég vön að renna í kaffi til mömmu með stelpurnar eða bjóða henni með okkur í bíltúr. Þetta eigum við eftir að reka okkur oft á, á næstunni. En Ragnhildur talar við Guð á hverju kvöldi og biður hann að passa ömmu og hjálpa gamla fólkinu, og segir svo alltaf "bless og sjáumst, amen. (Þetta með gamla fólkið tengist því að ég hef verið að segja henni frá gamla fólkinu sem ég er að passa í vinnunni og er á spítala). Jæja góða nótt gæskan og heyrumst á morgun. Kv Systan

Hildur (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband