Nú legg ég augun aftur....

Mamman mín var jarðsungin í kyrrþey í dag og var það ósköp fallegt allt saman en eðlilega ofsalega sárt og erfitt. Sr Óskar Hafsteinn sá um athöfnina sem hann gerði á sinn einstaka frábæra hátt, Óskar Pé söng lögin Liljan og Þú styrkir mig og gerði það svo vel, og síðan en ekki síst var það organistinn Sigrún og kórinn Hymnodia sem voru stórkostleg.

Síðan hittist hennar nánast hérna heima hjá mér og fengum okkur kaffi og meðlæti.

Takk allir sem hafa sýnt okkur samúð, við höfum fengið svo mikið af fallegum blómum og gjöfum svo ekki sé minnst á öll faðmlögin sem er svo gott að fá á svona tímum.

Ég sakna hennar mömmu minnar alveg óendanlega mikið og líklega er það þannig að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur en ég s.s. veit það núna og það er svo erfitt. Ég sakna þess að geta ekki hringt í hana ef eitthvað er eins og maður gerði svo oft, eða þá að hún sendi manni sms "ég er heima og á kaffi" Við hefðum átt að hafa hana hjá okkur svo miklu lengur en veikindi gera ekki boð á undan sér.

Guð geymi þig elsku hjartað mitt og vonandi fylgistu með dætrunum mínum að ofan. Katla litla fær því miður ekki að kynnast ömmu sinni svo hún muni en ég mun reyna að vera duglega að segja henni sögur af ömmu Lilju.

Sjúlli kveður í sorg 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Samúðarkveðja!

Himmalingur, 16.6.2008 kl. 22:01

2 identicon

Hvað skal segja, þetta er bara sárt. Og ósanngjarnt. Og ekki tímabært. Og hryllilega erfitt. Mamma spilar ekkert smá stórt hlutverk í lífi manns. Og gleymist aldrei. ...........og...... ég ætla bara að vera eins og Ragnhildur Sól, reið við Guð að taka hana frá okkur. Góða nótt Erna mín, við erum svo duglegar stelpur :) Og eigum fallegar stelpur sem hún var svo stolt af. Kv H

Hildur (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 23:28

3 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Það er svo sárt þegar ástvinir eru teknir frá okkur þegar við ættum að eiga nógan tíma eftir með þeim, og Katla missir mest að fá ekki að kynnast ömmu sinni nema rétt í byrjun.  En amma fylgist samt ábyggilega með hinum megin frá og passar upp á sína.

Kv. Lára sem hættir aldrei að sakna ömmu sinnar

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 18.6.2008 kl. 09:41

4 identicon

Innilegar samúðarkveðjur. 

kv. Gísli

Gísli (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 16:15

5 Smámynd: Anna Ruth Antonsdóttir

Erna mín ..

Innilegar samúðarkveðjur, æ já þetta líf er stundum svo ósanngjarnt.

kv

Anna Ruth

Anna Ruth Antonsdóttir, 20.6.2008 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband