15.11.2006 | 13:32
Ofvirk, meðalvirk, eða bara virk:)
Suma daga kemur ekkert hér á síðuna en aðra daga er eins og annar eigandinn sé með munnræpu, en skýringin er bara sú að hún s.s. ég tala ekki nógu mikið við annað fólk þannig að þá fæ ég útrás hér, já eða eitthvað Eyþór er alltaf með svona skynsemisblogg og miklar pælingar í sínum bloggum svo kem ég bara eins og sauður í fjósi og bulla og finnst það gaman
Það er nú samt ekki eins og það sé eitthvað nýtt að frétta héðan út Munkanum ónei ekki aldeilis, liðið sefur, borðar og ....... þetta sem allir verða að gera óg hefur það notalegt bara. Annars gátum við Brynja virkjað húsbóndann í jólakortagerð í gærkvöldi eftir að hann hafði verið að láta kórfólkið sitt kyrja einhverja sálma. Virkilega skemmtileg og skondin afhöfn en gaman og honum tókst að gera mjög fallegt kort en á samt enn eftir að fullklára það svo duglegur þessi elska Ekki oft sem við getum sest öll niður svona saman og gert eitthvað. Svo ætlum við systur að fara að baka saman um helgina blúndur sem eru eðalkökur sem settur er rjómi inn í og súkkulaði ofaná og í frysti *slurp* ógeðslega gott. Ómissandi þegar maður vill viðhalda lærapokum og bumbu
Fékk holter tækið á mig áðan er s.s. svona hjartasíriti sem skráir hvernig hjartað á mér hagar sér í þennan tiltekna sólarhring, er með hann lafandi utaná mér í lítilli tösku og fékk nottlega 2 sinnum hjartsláttarkast þegar verið var að setja hann á mig haha
Bóner saltkjötið brann í gær hreinlega steiktist í helvítis pottinum, fór nefnilega að hlýða Brynju yfir fyrir próf og steingleymdi kjötinu, Eyþór reddaði því og kom með kjötbúðing til að lýðurinn myndi nú ekki svelta...dagurinn í gær var svona frekar mislukkaður í hnotskurn, ætlaði að baka pönnsur en deigið var ónýtt (eins flókið og það á nú að vera haha), missti smjörlíki á gólfið og tókst að dreifa því um allt gólf þannig að hægt var að skauta á eldhúsgólfinu mínu.... og fleira í þessum dúr, enda um kvöldmatarleytið var orðið frekar hættulegt að nálgast mig vegna skapvonsku
Svona er nú lífið ekki alltaf dans á rósum. Svo mæðraskoðun í fyrramálið þar sem Marteinn mun eflaust stíga dans og tralla magnaður krakki eins og ég hef reyndar komið að áður Verður eins og pabbinn mikill dansmaður.... já eða þannig, ætluðum hjónin að skrá okkur á dansnámskeið nú í haust en látum það bíða betri tíma þar sem við myndum engan veginn ná saman
Jeddúda ætla að hætta að röfla ja allavega hér, hafið það sem allra best í allan dag gott fólk og KVITTIÐ
Sjúlli kveður með gleði í hjarta og mikið stuð
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Þú stendur þig virkilega vel að blogga! Gaman að lesa Kv. Lára Ágústarfrú
Lára (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 18:47
Er alveg að komast yfir kvittunarfælnina. Takk fyrir stuðninginn og hjálpina. Sigrún
orgelstelpa (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 19:12
Blúndur.....uummmmmm
Lilja Hrund (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.