12.6.2008 | 08:55
Ég sakna þín elskan mín.
Ég veit, að það besta, sem í mér er
í arfleið ég tók frá þér.
Ég veit, að þú gafst mér þá glöðu lund,
sem getur brosað um vorfagra stund,
og strengina mín, sem stundum titra,
er stráin af náttköldum daggperlum glitra
stemmdi þín móðurlund
Ég veit það af reynslunni, móðir mín
hve mjúk hún er höndin þín,
þín umhyggja er fögur sem himininn hár,
ég hef ekki skoðað þau grátsöltu tár,
sem þú hefur kysst burt af kinnunum mínum
og klappað í burtu með höndunum þínum
í fjöldamörg umliðin ár.
Ég vildi að hvert tárið mitt væri orðinn steinn
sem vatnsperla silfurhreinn,
þá skyldi ég flétta þér fagran krans,
fegurri en kórónu nokkurs manns.
Hann skyldi ég hnýta í hárið þitt svarta
og horfa á þá fegurð, er vorsólin bjarta
léti sín geislabörn leika þar dans
(Jóhann Sigjurjónsson)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
rosalega er þetta fallegt ljóð .... ....
svava (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 15:10
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, það er mikið til í þeim orðum kv H
Hildur (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 08:39
Þessi Lilja er mér gefin af guði,
hún grær við hans kærleik og náð.
Að vökva hana ætíð og vernda,
er vilja mins dýrasta ráð.
Og hvar sem að leiðin min liggur,
hjá Lilju í hjartastað ber.
En missi ég Liljuna ljúfu,
þá lífið er horfið frá mér
Það er til margt fallegt til huggunar og þetta er fallegt ljóð sem er ekki alltaf haft með í "Liljunni" en ef mér skjátlast ekki á öðlingurinn Óskar Pé eftir að fara fallega með "Liljuna" og " Þú styrkir mig" í dag. Þetta verður fallegur og ógleymanlegur dagur.
Kv Hildur 16. júní 2008
Hildur (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.