31.5.2008 | 20:54
Flutningar...
Jæja loksins er búið að ganga frá íbúðamálum hjá mömmu, við systur fórum í gær og gengum frá peningamálunum og fengum lykla afhenta. Síðan í morgun var vaknað snemma og Már og co komu og við vorum búin að tæma íbúðina og þrífa og skila kl 15.30. Dugleg þegar við leggjumst öll á eitt. Elín sys er fyrir sunnan og færir okkur fréttir af mömmu ásamt því að Hildur talar við gjörgæsluna á kvöldin. Smá bakslag í gær, mamma þoldi ekki að svæfingin væri minnkuð og fékk hita, hjartsláttarrugl og þurfti að fá blóðgjöf. Þeir svæfðu hana aftur djúpum svefni þannig að nú er staðan eins og upphaflega. Lungnamyndin sýndi enga breytingu á milli daga eins og hún hefur verið að gera, þannig að nú virðist bati hafa hægt á sér sem er ekki gott. En við höldum áfram að krossa putta.
Hilla sys og co buðu okkur og pabba í hangikjet og með því til að halda upp á þann áfanga að búið er að flytja fyrir mömmu og skila hinni íbúðinni enda þvílíkur léttir að það sé frá.
Fór aðeins á Glerártorg í dag og keypti mér eina skó í Focus býsna flottir, ég fékk mér silfurlita og Brynja fékk sér alveg eins bara svarta. Langar svo að fara að fjárfesta í fötum en langar samt ekki að kaupa mér svona "stór föt" er alltaf að bíða eftir að ég léttist en eitthvað gerist lítið í því, maður þarf nefnilega að gera eitthvað til þess en orkan er lítil þessa dagana, kannski ég fari og kaupi mér bara vítamínskot niður í Átaki skildist það á einni sem ég vinn með að það sé algert dúndur, skoða það:) Annars á ég klippingu á mánudag og mig hlakkar svo til ég lít út eins og asni komin þvílík skil og læti.
Er að fara á kvöldvakt á mánudag og kvíði smá fyrir en hlakka samt til. Kvíði fyrir vegna þess að Katla er svo óhugnanlega háð mér á kvöldin en hlakka til að fara að vinna. Ekki það að ég efast ekkert um að þetta gengur vel hjá feðginum maður er bara svona.
Best að fara að horfa aðeins á Tv.
Sjúlli kveður glerfínn á nýju skónum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Já það er sko alveg magnað hvað er hægt að afreka þegar allir leggjast á eitt... alveg kraftafamilía hér á ferð...*
Lilja Hrund (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.