29.5.2008 | 07:08
Fullorðið fólk...
Fyrsta frétt sem ég sá þegar ég opnaði tölvuna á mbl var yngstu og elstu í fóstureyðingu. Konur um og yfir fertugt og svo konur í kringum tvítugt eru þær sem frekast láta eyða fóstri. Ég er svo mótfallin fóstureyðingum aðeins eitt undantekningartilfelli og það er ef óléttan er eftir nauðgun. Konur komnar á þennan aldur ættu að vita betur og passa sig kom reyndar fram í greininni að konur á þessum aldri væru yfirleitt búnar að fylla þann kvóta sem þær ákváðu í upphafi, en hvað með það geta þær þá ekki bara passað sig, við erum nefnilega að tala um lítil falleg líf hérna.....Ojbjakk
Annarri verknámsvikunni að ljúka, mjög gaman, byrjaði í aðlögun á lyfjavöktum í gær. Held það hafi gengið fínt bara, var látin gefa rappið í hádeginu og svo við vaktaskipti, veit ekki hvort ég gaf það svona extra hratt, extra illa eða hvað en það voru einhverjar augnagotur tja..maður spyr sig. Hef alltaf verið á móti löngum rapportum, sérstaklega ef ekkert er um að tala.
Mamma er greinilega núna að hamast við að vinna á lungasýkingunni, vísar allt í rétta átt í þeim efnum, haldið sofandi enn samt, en hjartað hennar er ekki að funkera eins og það á að gera. Með svona mikil veikindi verður þetta oft svona eitt leiðir af öðru. Hildur kom heim í gær, Elín fer suður í dag og verður fram á mánudag en þá fer Mási og verður í hátt í viku held ég. Síðan verður að endurskoða. Býst við að þá sé komin röðin að mér, verð að reyna að fá mér eitthvað frí í verknáminu, sé til með það enda auðvitað sjálfsagt mál þannig séð.
Allt klárt í íbúðinni hennar mömmu, verður gengið frá kaupunum á morgun, lyklar afhentir annaðkvöld og þá ætlar Már að koma á laugardagsmorgun og við hjálpumst að við að skutla þessu á milli íbúða, þarf að skila leiguíbúðinni sem mamma er í á laugardagskvöld. Krossa putta að ekki verði rigning
Annars ekkert títt meira held ég, ekki markvert allavega. Vaknaði kl 5.26 er eitthvað í lagi á mínu heimili...uhhhh NEI en ég fór samt ekki á fætur fyrr en 6.30 ætlaði út að hlaupa en mig vantar einhverja aukaorku þessa dagana, þarf á allri minni að halda í þessu daglega dóti.
Best að knúsa Kötlu heyri að hún er farin að derrast inni í rúmi
Sjúlli kveður ofsalega frægur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.