Fyrirsögn

Stundum er gott að blogga, fæ útrás við það.

Fór suður og kom í gærkvöldi. Hilla sys sótti mig á fluvöllinn og við brunuðum beint til litlu svefnpurkunnar minnar hennar mömmu. Var ofsalega slök og greinilega hvílist vel sem er fyrir öllu núna. Fannst mjög gott að sjá hana en mikið ofsalega fannst mér erfitt að fara frá henni en svona er þetta. Fengum fund með svæfingalækni og hann fór yfir þetta allt með okkur. Núna eru þeir búnir að gera það sem þeir geta þannig að nú er boltinn hjá henni. Bið bara til Guðs á hverju kvöldi spurning hverju það skilar. Er alveg við það að punktera, kemur allt á sama tíma hún veikist, ég byrja í verknámi og til að bæta gráu ofan á svart fer Katla alltaf að gráta þegar hún er skilin eftir hjá dagmömmu þannig að þetta er allt í stíl svona er þetta.

Fórum og fengum okkur hambó á Fridays í Smáralind *æl* aldrei fengið eins ógeðslega vondan og hráan borgara, fer aldrei þangað aftur. Settist líka aðeins á te og kaffi á meðan Hilla fór að sækja familinuna sína og fékk mér Swiss mokka og hafraklatta og þeir hér í te og kaffi kunna að gera hlutina, allavega miðað við þetta. Ætla ekki að drulla yfir meira í borginni nóg komið.

Við Eyþor og Katla fórum í dag og pökkuðum eiginlega öllu í íbúðinni hjá mömmu þannig að nú er bara að vona að við (hún) fái íbúðina á föstudag því þá verður tekið á því öllu skutlað á mettíma yfir og hallelúja.

Vinnan greit eins og áður, þvagleggur á morgun jibbí

Sjúlli kveður dasaður 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hugsa til ykkar vona að allt fari vel..................

Svava (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 00:05

2 Smámynd: Anna Ruth Antonsdóttir

Erna  mín svona virðist þetta alltaf vera, alltaf allt í einu, en vonandi fer þetta allt vel . Gangi þér vel Erna, hugsa til ykkar. Kv Anna Ruth

Anna Ruth Antonsdóttir, 27.5.2008 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband