24.5.2008 | 07:38
Tíminn líður ofsa hratt
Enn einu sinni komin helgi. Merkilegt hvað tíminn flýgur áfram. Sem er bara líka ágætt, held samt að tíminn fari að líða hraðar þegar maður eldist, þegar ég var 16 ára fannst mér tíminn bara ekki líða neitt var auðvitað að bíða þá eftir bílprófinu. Svo hélt þetta áfram svona, gat ekki beðið eftir að komast í ríkið til að kaupa brenns, en þá auðvitað leið tíminn ekkert skiljiði.
En svo núna líður allt svo hratt, mér finnst svo stutt síðan að ég var ólétt af Kötlu en það eru nú sko barasta 14 mánuðir síðan hún fæddist sko, finnst eins og það hafi gerst í gær. Merkilegt.
Við mæðgur vorum vaknaðar eldsnemma í morgun eða 6.45 og fórum bara á fætur, hvorug okkar svaf vel í nótt, vorum báðar alltaf að vakna en svona eru sumar nætur. Er að spá í að renna í útskriftarveisluna hans Bjarts í dag, ætlaði ekki að fara en held maður hefði gott af því að hitta liðið, sé til hverjir fara með mér, kannski fer ég bara ein á mömmu bíl sé til.
Fallegt veður í gær, skildi hjólið eftir í vinnunni þar sem Anna Guðný lögfr. hringdi og vildi hitta mig út af þessu hálsa máli mínu, Eyþór og Katla sóttu mig. Svo labbaði ég mér í 16°stiga upp á Hlíð rétt fyrir kl 20 og hjólaði heim og sótti svo Brynju á æfingu. Bara yndislegt eitthvað. Frábært að geta farið að hjóla aftur, á bara eftir að fjárfesta mér í hjálm, þó svo ég þoli ekki að vera með hjálm, neyðist maður til að vera fyrirmynd barnanna sinna ekki satt.
Svo júró í kvöld, flott hjá þeim Friðriki og Regínu, finnst Regína Ósk svo stórglæsileg stelpa, og Friðrik glæsilegur strákur líka og syngja æðislega vel. Verðum nr 11 í röðinni og ætli maður góni bara ekki, horfði ekki í fyrra enda við ekki með eða var það nokkuð?
Vinnan í gær stórskemmtileg, er virkilega farin að kunna vel við mig á þessari deild. Gæti vel hugsað mér að komast inn þarna í eina og eina helgi næsta vetur. Bara til að halda tengingu við deild, allt öðruvísi heldur en vinna í heimahjúkrun, bara svo hentugt að vera í heimahjúkrun þegar maður er með svona kríli.
Best að fara að einbeita sér að stubbunum
Sjúlli kveður *
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.