20.5.2008 | 22:02
1. degi í verknámi lokið
Já og mér leist ekki mjög vel á í upphafi. Kom þarna og fullt af konum horfðu bara á mig og sögðu ekkert, nema jú kannski ein:) Fannst ég svolítið lost á tímabili en þetta kemur allt saman. Fékk að fara í sáraskipti og sjá blóðprufutöku og fæ að gera það later. Jibbí gaman. Vorum svo sendar allar sem ein á nýliðanámskeið bara verið að fara yfir brunavarnir og fleira nauðsynlegt, fannst það fínt.
Þarf að byrja á því að skipta um helgi, sagði líka við Hörpu sem sér um mig að ég ætlaði að byrja á að vera leiðinleg, ætla að byrja á að athuga hvort ég nái samningum við samnemanda minn en ef ekki þá ræðst ég á einhvern annan. Eyþór er nefnilega að fara út þessa helgi og Brynja verður í borginni að keppa.
Fór beint til mömmu eftir vinnu, var verið að senda hana með sjúkraflugi til Reykjavíkur, liggur núna á gjörgæslunni á Lansanum og á að fara í rannsóknir í fyrramálið. Elín sys fór með henni suður og ætlar Hildur að fljúga á morgun og ég kannski um helgina ef hún verður þar enn. Brynja fór með mér að hitta ömmu sína og var það gott fyrir þær að sjást aðeins.
Katlan sá mömmu sína því ekki mikið í dag, skrapp aðeins með hana til pabba um kl 18 fengum kaffi og með því og svo heim.
Gleymi aðal fréttunum búin að fá út úr síðasta prófinu en það var hjúkrun og fékk eins og eina 8 þar bara skettilegt:) Fékk 7,5 úr prófi en hækkaði upp jibbí skibbí alveg sátt við það.
Best að hætta að rausa og fara fljótlega að leggja sig er svo þreytt :)
Sjúlli kveður andlaus
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég veit ekki hvaða áhyggjur þetta eru af þessum prófum hjá þér... ég get ekki séð annað en að þú farir létt með þetta..:)
Takk fyrir mig í fyrradag,,það var æðislegt að sjá ykkur öll*
Lilja Hrund (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.