19.5.2008 | 21:51
Þreyta og aftur þreyta
Komst ekki i vinnuna á mínum fyrsta verknámsdegi, frekar leiðinlegt en Katla var með mikinn hita í nótt og mjög ergileg i morgun, þannig að ekki fór hún á Bubbakot og Eyþór var að prófdæma hjá nemendum sínum þannig að ég meldaði mig veika en fer í fyrramálið og Eyþór verður heima.
Dagarnir liðið hratt og verið strembnir á köflum. Mamma var flutt á gjörgæslu í gær og sett í öndunarvél, alveg hundlasin með lungabólgu ofl. Vorum mestmegnis hjá henni í gær systkinin, er skárri í dag en hundveik samt. Fór þangað seinnipartinn með Mása bró og Lilju Hrund, bruna til hennar eftir vinnu á morgun.
Bíð gríðarlega spennt eftir einkunn, vona að hún komi fljótlega, hlýt að hafa náð trúi ekki öðru.
Hef eiginlega lítið sem ekkert að segja, ætla að fara að sofa fljótlega alveg að verða punkteruð.
Sjúlli kveður þreyttur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Leiðinleg að frétta þetta með mömmu þína, en vonandi nær hún sér, og þú búin að taka fyrsta daginn í verknámi, og við allar búnar að ná prófinu í hjú ! ! ! Alveg er ég rífandi ánægð með það, Kveðja Kolbrún Pé.
Kolbrún Pétursdóttir, 20.5.2008 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.