Þörfin er mikil

Greinilega með munnræpu þar sem ég blogga hérna orðið annan hvern dag og jafnvel hvern dag. Fínt að fá útrás hér, sumir fara í útrás með fyrirtækin sín en ég með orðin mín bwahahahhaLoL

Fór á fótboltaleik í gærkvöldi hjá 3 fl kvk sem Brynja spilar með en þær voru að keppa við meistaraflokk Sindra, Sindri vann 2-0 en djöfull voru mínar stelpur að standa í þeim samt sem áður, annar leikur kl 11 í fyrramálið og ég verð þar galvösk með fána og í treyju og bara allan pakkann:)

Rignir hér í dag eða svona súldar kannski frekar, en samt 9 stiga hiti á mínum mæli sem reyndar lýgur stundum, fór með Kötlu út áðan í vagninn og mér fannst ekkert svo kalt, enda er ég Þingeyingur og þar af leiðandi gríðarlega hörð, erum nefnilega ekki bara full af lofti heldur erum við harðir naglar líkaCrying

Ísskápurinn minn lítur út fyrir að vera nýr, hann er svo tómur, þoli ekki að hafa hann tóman, verð að versla í dag, þoli ekki heldur að versla finnst alveg hrikalega leiðinlegt að fara í Bónerinn en maður má ekki svelta liðið alveg til dauða tja nei.

Bakið farið að plaga mig aftur hefur látið mig alveg í friði eiginlega frá 2003 en þá fékk ég brjósklos, finn að ég er eitthvað að dala, veit upp á mig sökina, verð að hreyfa mig, spurning að ég fari léttan hring í dag en bara spurning sko, ekkert svar til við því enn sem komið er. Verð líka að minnka miðjuspikið það er það sem vegur á móti bakinu, bak við spikið eru vöðvar sem þrá að líta dagsins ljós, gæti gert góðverk bæði fyrir mig og þáHalo

Ætla að reyna að vera dugleg í dag og sækja kassa og reyna að pakka mömmu niður haha ekki henni sjálfri heldur dótinu í íbúðinni hennar, á að vera inni á spítala einhverjar vikur þannig að hún fer næst bara heim í nýja íbúð, alger lúxus. Er samt eitthvað svo löt, langar bara að leggjast undir sæng og horfa á tv, en ætla ekki að gera það, nægur tími til þess 15 júlí þegar mamma verður flutt, ég búin með verknámið, Katla orðin vön í Bubbakoti, og bara allt komið í fastar skorður. Búið að vera óvenju mikið bras síðustu vikur, ég í prófum, Garðarsbrautina þurfti að losa og þrífa (gerði nú ekkert brjálæðislega mikið þar), mamma að kaupa íbúð, mamma veik, pabbi að flytja, Katla að byrja á Bubbakoti, ég að byrja í verknámi. Svona hefur eitt rekið annað:) Þetta er lífið enda er ég orðin skipulagðari en ég hef nokkru sinni verið en var þó skipulögð.

Ætla núna að leggjast í bað í smá stund áður en Katla vaknar, svaf lítið í nótt litla skinnið, hor í nös og tennur allt að gerast, verður eins og hákarl fyrir rest svei mér þá.

Heimsóttum sólarsystur í gær en þær voru að fá pínulítinn kisustrák sem er nefndur Kristín jájá blessuð börninKissing Hann er bara 3-4 vikna en mamman vildi ekki sjá hann og því átti að svæfa hann en svona eru Einhyltingar vænir bjarga þeim sem minna mega sín. Þurfa að gefa honum mjólk úr sprautu algert krútt.

Þannig að nú eru 3 kisustrákar í fjölskyldunni hér á Akureyri, þeir Rónaldó, Snúður og Kristín múhahaha. 

Best að hætta að röfla, merkilegt hvað maður kemst á flug þegar maður byrjar

Sjúlli kveður á ferð og flugi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá hvað heimurinn er lítill ! held að sólirnar hafi fengið köttinn sem að mér var boðin en afþakkaði með trega... 'Asa vinkona var að miskuna sig yfir honum og fann svo til með ræflinum en hann var einmanna á bryggjunni þar sem að maðurinn hennar er að vinna :)

svava (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 23:23

2 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Jú Svava stemmir, Ása hafi einmitt eitthvað með málið að gera:) Tja hérna:)

Móðir, kona, sporðdreki:), 18.5.2008 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband