15.5.2008 | 20:37
Hlunkur um hlass frá jussu til brussu
Ég sit hér, úða í mig nammi og tek tímann á hvað unglingurinn minn er lengi að hlaupa vissa vegalengd í rigningu og trekk. Er ég eðlileg svo kvarta ég um björgunarhring og 10 kg en voga mér að gera þetta. Ég ætti að skammast mín og vera að hlaupa með henni en NEIIIIIII, hlunkurinn klístrast fastur við sófann með tölvuna í fanginu og súkkulaði út á kinn og skilur ekkert í því afhverju þetta er svo DÖHHH.
Hvað er annars títt..ekki mikið hér á bæ, enn að bíða eftir einkunn, miskunn en aðallega vorkunn Bwaahaaa. Síðasti dagurinn í heimahjúkrun í dag í heila 2 mánuði og þegar ég kem aftur verða þær komnar á glænýjan stað og ég rata ábyggilega ekki. Byrja á mánudag á Hlíð og er gassalega spennt. Vann extra hratt í morgun, Katla fór nefnilega í aðlögun og ég hafði 1 1/2 tíma til að klára það sem ég þurfti að klára og það gekk og meira segja án þess að vera mjög stressuð.
Heimsótti svo mömmu mína á spítalann ekki gott ástand þar, maður krossar bara putta. Mási bró kom hérna í dag og svo aftur í kvöldmat til mín með Himma, voru að fara í bíó kallarnir og svo heim. Elín sys kom líka var á leið suður en kíkti til mömmu í leiðinni, Mási gerði það líka, og húsvitjaði pabba í leiðinni. Alltaf gott að sjá þetta lið. Pabbi kom líka í dag og Hilla sys, Guðmundur og dætur þannig að öll ættin næstum búin að koma geri aðrir betur á einum degi
Allt gengur sinn vanagang bara, Eyþór kominn að sunnan en búinn að vinna í allan dag samt. Kemur heim í kvöld um 22.30, allt vetrarstarf í kirkjunni að enda þannig að nú fer að verða rólegra hjá honum. Hann eignaðist eiginlega nýtt líf þegar hann fékk insúlíndæluna, hefur lagt helling af (annað en kellingin) og bara ekki eins orkulaus eins og hann var. Var fyrir sunnan í eftirliti og það gekk líka svona skafið. Tveir sem fengu dæluna á sama tíma hér á Akureyri þannig að þeir geta haft smá stuðning hver af öðrum gott mál.
Ætla að henda mér yfir nokkra þætti af Grace Anatomy hef EKKERT annað að gera með súkkulaðiátinu
Sjúlli kveður ofvaxinn á ýmsum stöðum
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Súkkulaðið er nú alltaf gott, ég meina mjög, mjög gott, samt alveg ótrúlegt hvað það festist utan á manni,
ég sem geri ekkert nema borða það. Kannast einhver við svona, he, he, jæja, gott veður í dag. kveðja, Kolbrún Pé.
Kolbrún Pétursdóttir, 15.5.2008 kl. 21:35
Frábært þetta með insúlíndæluna...þróunin er svo ör, í þessum fræðum.....sem betur fer...
Jæja Erna mín fáðu þér nú súkkulaði svona til tilbreytingar, þetta fer hvort sem er af þér þegar þú byrjar í verknáminu...það allavega bogar af mér svitinn...
gangi þér vel Erna mín í öllu sem þú ert að gera, og takk fyrir að missa þolinmæðina og senda Guðrúnu póst...það er gott að vita að einkunnin kemur einhvern tíman...kv Anna Ruth
Anna Ruth Antonsdóttir, 16.5.2008 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.