14.4.2006 | 09:54
Sól og blíða
Góðan dag
Ég er mættur á skrifstofuna mína en ég verð að viðurkenna að sporin hingað voru frekar þung. Það er nefnilega dýrðarinnar veður. Heiðskýrt, sól og logn. Frábært útivistarveður, en gönguskíðin verða bara að bíða upp á hillu þar til næsta vetur. Það er nefnilega svo merkilegt með það, að alltaf þegar ég ætla á gönguskíði, þá hverfur allur snjór. Ég fékk skíðin hans Hauks tengdapabba lánuð í janúar í fyrra, og viti menn, nokkrum dögum síðar hvarf allur snjór og kom ekki aftur, nema í nokkra daga á meðan ég var staddur í Svíþjóð. Enginn snjór var hér fyrir áramót heldur. Ég fékk þessi flottu skíði í jólagjöf núna um síðustu jól, en hef komist tvisvar á þau. Annað hvort er snjólaust, eða ég að vinna. En ég glápi bara út um gluggann á skrifstofunni í staðinn og dáist yfir útsýninu yfir Pollinn. Ég verð að spila á klukkutíma fresti í dag og síðan er athöfn í kvöld. Þrjár af "stelpunum mínum", þær Unnur, Abba og Þóra ætla að syngja við lestur passíusálmanna í dag. Ég er stoltur af stelpunum, tvær þeirra eru fyrrverandi Stúlknakórsfélagar og ein er enn í kórnum. Þær eru orðnar svo rútíneraðar í söng í kirkjunni að þær ætla að droppa hér inn í dag og syngja nánast án æfingar. Þetta geta þær og gera vel.
Erna er að vinna fram að hádegi í dag og Brynja nýtur þess að vera í páskafríi. Rakel er hress að vanda og hefur það gott í Svíþjóð. Ætla að heyra í henni í dag og athuga hvort páskasendingin hafi skilað sér með póstinum.
Eyþór
Athugasemdir
Blessaður! Gaman að sjá þig komin í félagsskap internetnörda.
Vonandi kemstu nú á skíði á morgun :)
- Unnur Helga (kaycie.livejournal.com)
Unnur Möller (IP-tala skráð) 14.4.2006 kl. 19:17
Ekki var það nú svo gott að maður gæti mætt í passíusálmana þetta árið ... en jæja, það kemur ár eftir þetta ár, og páskar eftir þessa páska, og þar með passíusálmalestur eftir þennan passíusálmalestur. Ég lofa að mæta á næsta ári, bókaðu mig í það!
-Þóra.
Þóra (IP-tala skráð) 15.4.2006 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.