Það er komið sumar...

en engin sól sem glennir sig samt, ekki enn en greinilega ekki langt í hana. 16°hiti á mæli, ofsalega hreint og fallegt loftið þar sem það rigndi í nótt jájá. Var að svæfa Kötlu áðan úti í vagni, labbaði mjög hratt hérna um garðinn þvi það er mikið af þeim röndóttu og feitu á sveimi og mér er alveg sérlega illa við þær *hrollur* en þetta er hluti af sumrinu svo maður lætur sig hafa það á meðan þær fara ekki að bjóða sér inn til mín í hunangLoL

Fórum í langan hjólatúr með Kötlu í gær í rigninunni, hún sofnaði reyndar á leiðinni heim bara fyndið. Svo þegar við komum heim tók hinn agalegasti söngur á móti okkur, þá voru það þeir Óskar Pé, Jónas Þórir og Örn Árna að æfa sig fyrir tónleika sem þeir eru með hér í kvöld. Eyþór hafði verið búinn að gefa þeim leyfi á píanóið, flott enda græddi ég fékk að hlusta á allt prógrammið þar sem ég kemst ekki á tónleikana, en buðum bara pabba og Guðmundi mágsa í staðinn:) Eyþór er nefnilega farinn í borgina til að dæma prófdæma hjá orgelnemendum sínum og til læknis í leiðinni, kemur aftur á morgun eftir hádegi.

Varð afskaplega ill út í lítinn gutta áðan sem var að labba með pínulítinn svona tjíváva (kann ekki að skrifa) í bandi, var svo með sand í poka og grýtti alltaf af öllum kröftum í litla hundsgreyið. Ótrúlegt auðvitað er þetta óvitaskapur en sama. Hundskvikindið var auðvitað ýlfrandi og svona og ég sagði við guttann að maður mætti ekki gera svona við dýrin þau fyndu til, en þá sagði hann að hann væri svo óþekkur, og á því augnabliki kallaði mamman í hann annars hugsa ég að ég hefði farið og rifið í rassinn á drengnum, þoli ekki svona. Gasp

Búin að vera að rífast við launadeildina hjá bænum, hef verið að halda því fram að ég sé í röngum launaflokki, ekkert fengið nema skít á móti, og ekki launaflokkshækkun, en núna sér fram á bjartari tíð því við erum komnar með trúnaðarmann sem segir mig vera í röngum launaflokki og þá er nú bara að breyta því minn kæri launakall og ekkert múður. 

Katla ef á fullu að taka tennur með tilheyrandi slefi og ýlfri einar 2-3 tennur að ryðjast upp núna, pabbi hennar er mest hræddur um að hún verði eins og hákarl þegar allar eru komnar, þar sem okkur finnst hún alltaf vera að taka tennurW00t Fær svona hitatoppa þegar þær brjótast í gegn. Hljómaði núna í tækinu Bía Bía en það þýðir Brynja, við megum varla neitt gera bara hún Bía:) En sofnaði aftur eftir smá rugg.

Hef eiginlega ekkert meira að segja, sá mér til mikillar gleði að helvítis roðamaurinn er að vakna til lífsins verð að drepa hann með einhverjum ráðum spurning um kaffikorginn ætla að prófa það. 

Sjúlli kveður með allt á hornum sér 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ruth Antonsdóttir

Fúlt að maður skulu alltaf lenda í veseni með launin, annars er það skiljanlegt þau eru svo svimandi á.......og vorboðinn komin ( roðamaurinn komin...)... og fullt af tönnum það er nóg að gera hjá þér Erna... þú byrjar í næstu viku í verknáminu, er það ekki ? það er mjög gott að byrja fyrri partinn þá eru ekki allir þessir vönu farnir í sumarfrí það munar miklu....Sumarkveðjur.... Anna Ruth

Anna Ruth Antonsdóttir, 13.5.2008 kl. 22:34

2 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Já Anna hérna er aldrei lognmolla skal ég segja þér, alltaf eitthvað að gera, enda eins gott að vera skipulagður, oft verið gert grín af mér fyrir það en það skilar sér á svona stundum:) Jú ég er að byrja á mánudaginn í verknáminu og er einmitt að klára að skipuleggja pössun fyrir afleggjarann minn hana Kötlu þessa dagana, endalaust púsl fram og tilbaka, svona þegar ömmurnar detta í veikindi þá fer allt í kross en öllu reddar maður nú samt á einn eða annan hátt. Já ég bað um að fá að vera fyrri partinn, hjúkkan vildi fá mig seinnipartinn frekar þar sem hana vantaði fólk en ég vildi bara klára þetta af því annars færi ég að mikla þetta fyrir mér meiripartinn af sumrinu. Gott að sjá að þér líkar vel svona fyrsta daginn allavega:) Gangi þér vel og ég fylgist áfram spennt með blogginu þinu um verknámið og allt hitt líka:) Ritgerð lokið..kv Ernan

Móðir, kona, sporðdreki:), 13.5.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband